Linda Ben

Red Velvet jólasmákökur – Mjúkar og bragðgóðar

Recipe by
30 mín
Prep: 15 mín | Cook: 15 mín | Servings: um það bil 20 kökur

Hvað er jólalegra en rauðar smákökur? Ég alveg kol féll fyrir þessum Red Velvet smákökum sem eru svo einfaldar að útbúa!

Kökurnar eru alveg himneskar á bragðið, eru þéttar, mjúkar og svolítið klístraðar.

_MG_5313

Það sem þú þarft er:

 • 1 pakki Red Velvet kökumix frá Betty Crocker
 • 230 g rjómaostur
 • 120 g smjör
 • 1 stórt egg
 • 1 tsk vanilla
 • 100 g hvítt súkkulaði frá Odense
 • 1/2 bolli flórsykur

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 170°C.
 2. Byrjað er á að hræra saman rjómaost og smjör þangað til blandað verður létt.
 3. Þá er Red Velvet mixi bætt út í ásamt eggi og vanillu og hrært saman, deigið verður mjög þétt.
 4. Hvíta súkkulaðinu er svo blandað saman við með sleif.
 5. Flórsykurinn er settur í litla skál.
 6. Deigið er tekið með ísskeið eða tveimur matskeiðum og sett ofan í skálina með flórsykrinum, veltið deiginu lítillega eða þangað til það er þakið þunnu lagi af flórsykri, hnoðið svo lauslega deigið í kúlu og setjið á smjörpappír (Þetta er gert vegna þess að deigið er mjög klístrað og ef þið setjið deigið ekki fyrst í flórsykurinn þá er nær ómögulegt að hnoða kúlur).
 7. Látið 3 cm vera á milli kúlanna því þær munu svo fletjast út í ofninum.
 8. Bakið kökurnar í 10-12 mín. Leyfið þeim að kólna svolítið áður en þær eru teknar af smjörpappírnum.
 9. Sigtið restinni af flórsykrinum yfir kökurnar og þið fáið þessar dásamlega fallegu og jólalegu smákökur!

_MG_5414 copy

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5