Linda Ben

Risarækju poke skál

Recipe by
40 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Krónuna | Servings: 3 manns

Þú átt alveg örugglega eftir að elska þessa litríku risarækju poke skál. Hún inniheldur marineraðar risarækjur og agúrkur, mangó, edamame baunur, hrísgrjón og wakame salat sem er svo allt toppað með ljúffengu sterku majónesi og sesamfræjum.

Virkilega hollur og einstaklega ljúffengur matur sem er einfaldari að smella saman en hann lítur út fyrir að vera. Það tekur örlítinn tíma að útbúa öll hráefnin en ekki láta það fæla þig frá því að útbúa þetta lostæti, hver mínúta sem fer í að útbúa þennan rétt er vel þess virði!

Ég keypti öll hráefni í þessa uppskrift í Krónunni. Wakame salatið keypti ég á litla Tokyo veitingastaðnum inn í Krónunni en hann er að finna t.d. á Bíldshöfða, Flatahrauni, Granda, Lindum, Mosfellsbæ, Selfossi og Skeifunni.

Þessi uppskrift miðast við að skipta hráefnunum í þrjár poke skálar.

Risarækju poke skál

Risarækju poke skál

Risarækju poke skál

Hrísgrjón

  • 2 dl hýðishrísgrjón
  • 1 tsk sesam olía
  • 1/4 tsk salt

Marineraðar rækjur

  • 400 g risarækjur
  • Steikingarolía
  • salt
  • 2 msk soja sósa
  • 1 msk sesam olía
  • 1 msk sriracha sósa
  • 1 tsk hunang
  • 1 msk niðursoðið engifer
  • 1/4 blaðlaukur

Marineraðar agúrkur

  • 3/4 agúrka
  • 2 tsk hunang
  • 1 msk hvítvínsedik
  • 1/4 tsk salt
  • 1/2 þurrkaðar chillí flögur
  • 1 tsk sesam olía

Sterkt majónes

  • 3 msk majónes
  • 1 msk sriracha sósa
  • 2 tsk safinn af niðursoðnu engiferi
  • 2 tsk soja sósa
  • 1 tsk sítrónusafi
  • 1 tsk hunang
  • 1/4 tsk sesam olía
  • Klípa af salti

Toppur

  • Frosnar edamame baunir
  • Wakame salat
  • Mangó
  • Sesam fræ

Aðferð:

  1. Byrjið á því að sjóða hrísgrjónin upp úr 4 dl vatni, setjið sesam olíu og salt í vatnið og sjóðið varlega þar til hrísgrjónin eru mjúk í gegn.
  2. Steikið afþýddu risarækjurnar upp úr olíu og smá salti þar til þær eru eldaðar í gegn.
  3. Gerið marineringuna með því að blanda saman soja sósu, sesam olíu, sriracha sósu, hunangi, niðursoðnu engiferi og smátt söxuðum blaðlauk. Setjið elduðu risarækjurnar ofan í marineringuna og blandið vel saman.
  4. Gerið agúrkurnar með því að skera þær í bita og setja í skál. Hellið yfir þær hvítvínsediki, salti, þurrkuðu chillí og sesam olíu, blandið vel saman.
  5. Gerið majónesið með því að blanda öllum innihaldsefnum saman í skál.
  6. Sjóðið edamame baunirnar upp úr vatni í 5 mín og setjið örlítið salt í vatnið.
  7. Wakame salatið er keypt tilbúið í Tokyo sushi í Krónunni.
  8. Flysjið og fjarlægið steininn úr mangóinu, skerið það svo í bita.
  9. Setjið fyrst hrísgrjón í skálar, setjið svo risarækjurnar, marineruðu agúrkurnar, edamame baunirnar, mangóið, wakame salatið og sósuna yfir. Dreifið sesamfræum yfir.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Risarækju poke skál

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5