Linda Ben

Rjómalagað basil pestó pasta með risarækjum

Recipe by
20 mín
| Servings: 4 manns

Rjómalagað basil pestó pasta með risarækjum er einfaldur réttur sem tekur aðeins 20 mín að útbúa.

Maður einfaldlega byrjar á því að sjóða pastað samkvæmt leiðbeiningum. Svo sameinar maður rjóma og pestó í pönnu, eldar hvítlauk og rækjurnar í sósunni og bætir tómötum út á, svo setur maður pastað út á pönnuna þegar það er tilbúið og smakkar til með chillí, salti og pipar. Svo er allt saman borið fram með parmesan osti.

Rjómalagað basil pestó pasta með risarækjum

Rjómalagað basil pestó pasta með risarækjum

  • 300 g Penne pasta
  • 1 msk ólífu olía
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 1 krukka grænt pesto
  • 3 dl rjómi
  • 400 g risarækjur
  • 180 g piccolo tómatar
  • Þurrkað chillí krydd
  • Salt og pipar eftir smekk
  • Ferskt basil
  • Parmesan ostur

Aðferð:

Nákvæmt aðferðarmyndband er að finna á Instagram.com/lindaben í “Pestó pasta” highlights.

  1. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum
  2. Setjið ólífu olíu á pönnu og pressið hvítlauksgeirana út á, setjið pestóið á pönnuna ásamt rjómanum. Hrærið saman, bætið út á chillí  og náið upp suðunni.
  3. Setjið rækjurnar út á pönnuna og eldið þær í gegn. Setjið tómatana út á pönnuna. Lækkið undir á meðan pastað er að eldast.
  4. Þegar pastað er tilbúið, setjið það út á pönnuna og hrærið öllu saman. Smakkið til með salti og pipar.
  5. Berið fram með ferskri basil og parmesan osti.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben svo ég sjái afraksturinn.

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Rjómalagað basil pestó pasta með risarækjum

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5