Linda Ben

Rjómalagað kjúklinga og beikon tagliatelle

Recipe by
20 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Einn, tveir og elda

Hér höfum við einstaklega góðan pastarétt sem þú mátt alls ekki láta fram hjá þér fara. Hann samanstendur af stökku beikoni, sveppum, kjúkling og ljúffengri hvítlauksrjómasósu. Ég get trúað því að þessi réttur eigi eftir að slá í gegn hjá þér, að minnsta kosti slær hann alltaf í gegn hjá mér! Krakkarnir borða sjaldan jafn vel og þegar þessi pastaréttur er í matinn.

Maður byrjar á því að koma sjóða pastað og skera niður beikonið. Svo steikið maður beikonið og bætir svo lauk, sveppum og hvítlauk á pönnuna. Því næst setur maður rjómann og piparostinn og leyfir því að malla svolítið. Svo sker maður foreldaðan kjúkling og bætir honum út í sósuna. Að lokum setur maður pastað út í sósuna og blandar öllu saman.

Í heildina tekur um það bil 20 mín að elda þennan rétt.

Þessi réttur er á vikumatseðli Einn, tveir og elda þessa vikuna og mæli ég með að kíkja á hann, það er svo þægilegt að kaupa allar kvöldmáltíðir vikunnar hjá Einn, tveir og elda, fá sent heim og þurfa aldrei að velta fyrir sér spurningunni “hvað ætti að vera í kvöldmatinn?” þá vikuna.

Þú getur skoðað réttina sem eru í boði þessa vikuna hér.

Rjómalagað kjúklinga og beikon tagliatelle

Rjómalagað kjúklinga og beikon tagliatelle Rjómalagað kjúklinga og beikon tagliatelle

Rjómalagað kjúklinga og beikon tagliatelle

Rjómalagað kjúklinga og beikon tagliatelle

Rjómalagað kjúklinga og beikon tagliatelle Rjómalagað kjúklinga og beikon tagliatelle Rjómalagað kjúklinga og beikon tagliatelle Rjómalagað kjúklinga og beikon tagliatelle

Rjómalagað kjúklinga og beikon tagliatelle

Rjómalagað kjúklinga og beikon tagliatelle

Rjómalagað kjúklinga og beikon tagliatelle

  • 400 g tagliatelle
  • 450 g foreldaður kjúklingur
  • 100 g beikon
  • 1 laukur
  • 250 g sveppir
  • 4 hvítlauksgeirar
  • 500 ml rjómi
  • 150 kryddostur með pipar
  • 1/2 msk þurrkað oreganó
  • Salt ef þér finnst þurfa

Aðferð:

  1. Setjið vatn í pott og hitið að suðu. Setjið örlítið af olíu og salti í vatnið. Setjið tagliatelle út í þegar suðan er komin upp og sjóðið samkvæmt leiðbeiningum á pastaumbúðunum.
  2. Skerið beikonið í bita og steikið á pönnu.
  3. Skerið laukinn smátt niður og bætið á pönnuna.
  4. Skerið sveppina og bætið á pönnuna.
  5. Rífið hvítlauksgeirana með rifjárni og bætið á pönnuna. Steikið allt saman þar til sveppirnir eru orðnir mjúkir.
  6. Bætið rjómanum út á pönnuna og rífið svo kryddostinn út á með rifjárninu. Leyfið þessu að malla á pönnunni þar til osturinn er bráðnaður saman við.
  7. Skerið kjúklinginn niður og bætið á pönnuna, látið malla saman við.
  8. Kryddið með oreganó og salti ef ykkur finnst vatna.
  9. Bætið soðna pastanu út á pönnuna og blandið öllu saman.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Rjómalagað kjúklinga og beikon tagliatelle

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5