Linda Ben

Rjómalagað pestó pasta með sólþurrkuðum tómötum og spínati

Recipe by
20 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Barilla á Íslandi | Servings: 4 manns

Rjómalagað pestó pasta með sólþurrkuðum tómötum og spínati.

Hér höfum við afar ljúffengan pastarétt með rjómalöguðu rauðu pestói, sveppum, spínati og sólþurrkuðum tómötum sem er borið fram með parmesan osti.

Ég notaði í þennan rétt heilhveiti spagettí frá Barilla sem mér finnst virkilega ljúffengt. Þar sem það er heilhveiti er það næringarríkara en hefðbundið spagettí, en alveg jafn ljúffengt, ef ekki betra.

rjómalagað pestó pasta

rjómalagað pestó pasta

Rjómalagað pestó pasta með sólþurrkuðum tómötum og spínati

 • 200 g Barilla heilhveiti spagettí
 • 1 laukur
 • 2 hvítlauksgeirar
 • 250 g sveppir
 • 2-3 msk ólífu olía
 • 190 g rautt pestó
 • 250 ml rjómi
 • 200 g sólþurrkaðir tómatar
 • 100 g spínat
 • Salt og pipar
 • 2 tsk oreganó
 • ½ tsk þurrkaðar chillí flögur
 • Parmesan ostur (mjög gott, en má sleppa)
 • Má bæta við skinku eða kjúkling ef vill

Aðferð:

 1. Sjóðið spagettíið samkvæmt leiðbeiningum.
 2. Skerið laukinn, hvítlaukinn og sveppina niður og steikið upp úr ólífu olíu. (ef þið viljið bæta út í skinku eða forelduðum kjúkling út í réttinn, gerið það þá hér, skerið í hæfilega stóra bita og steikið með).
 3. Bætið pestóinu út á pönnuna ásamt rjóma og blandið saman.
 4. Skerið sólþurrkuðu tómtana gróft niður og bætið út á pönnuna ásamt spínatinu, blandið saman.
 5. Kryddið til með salti, pipar, oreganó, chillí og leyfið að malla í u.þ.b. 5 mín.
 6. Þegar spagettíið er orðið soðið, hellið vatninu af og bætið spagettíinu út á pönnuna, hrærið saman.
 7. Berið fram með parmesan osti.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

rjómalagað pestó pasta

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5