Linda Ben

Rjómalagað tagliatelle með sveppum og pepperóní

Recipe by
20 mín
Cook: Unnið í samstarfi við SS | Servings: 3-4 manns

Rjómalagað tagliatelle með sveppum og pepperóní sem þú átt alveg örugglega eftir að elska!

Æðislegur pastaréttur sem er einfaldur og fljótlegur en síðar en ekki síst ódýr.

Barilla tagliatelle er búið til samkvæmt ævafornum ítölskum aðferðum, með eggjum og gæða hveiti. Það er soðið samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum, suðunni er náð upp á vatni í potti, salti og ólífu olíu bætt í vatnið og pastað soðið þannig í 6 mínútur.

Á meðan pastað er að sjóða er sósan útbúin. Grænmetið er steikt fyrst og bætið svo pepperóníinu út á. Létt pepperóníið inniheldur töluvert minni fitu en það klassíska og hentar því vel í pastarétti. Næst er rjómanum og ostinum bætt saman við og sósan krydduð til, rauðvínið er algjört lykilatriði til að ná kraftinum í sósuna. Svo er rétturinn borinn fram með ferskri basilíku og parmesan eins og lög gera ráð fyrir 😋

Rjómalagað tagliatelle með sveppum og pepperóní

Rjómalagað tagliatelle með sveppum og pepperóní

Rjómalagað tagliatelle með sveppum og pepperóní

 • 250 g Tagliatelle frá Barilla
 • 1 laukur
 • 250 g sveppir
 • 70 g létt pepperóní
 • 3 hvítlauksrif
 • 250 ml rjómi
 • ½ kryddostur með pipar (75 g)
 • Salt
 • 1 tsk sojasósa
 • 1 dl rauðvín
 • Parmesan ostur
 • Fersk basilika

Aðferð:

 1. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum
 2. Skerið laukinn niður og steikið á pönnu upp úr olíu.
 3. Skerið sveppina niður og bætið á pönnuna, steikið.
 4. Skerið pepperóníið niður og bætið á pönnuna, steikið.
 5. Rífið hvítlauksrifin með rifjárni og bætið á pönnuna, steikið varlega.
 6. Bætið rjómanum út á pönnuna og náið upp suðu.
 7. Rífið kryddostinn niður og bætið út á pönnuna, leyfið honum að bráðna saman við, hrærið í sósunni.
 8. Kryddið til með örlitlu salti, bætið svolítið af sojasósu út á og 1 dl af rauðvíni, blandið saman.
 9. Takið 2 dl af pastavatninu og setjið út í sósuna, sjóðið saman.
 10. Setjið pastað út í sósuna og berið fram með parmesan osti og ferskri basilíku.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Rjómalagað tagliatelle með sveppum og pepperóní

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5