Linda Ben

Rjómaosta pennepasta

Recipe by
20 mín
Cook: Unnið í samstarfi við SS | Servings: 4 manns

Hér höfum við virkilega ljúffengan og einfaldan tómatpastarétt sem er einstaklega “creamy” þar sem rjómaosti er bætt út í sósuna. Það gerir svo ótrúlega mikið fyrir bragðið og áferðina, þú hreinlega verður að smakka.

Ef þú vilt þá getur þú bætt við kjöti út í þennan rétt, bæði nautahakki eða kjúklingabringum.

Lykillinn er að setja rjómaostann í endann og toppa svo með parmesan þegar verið er að bera réttinn fram. Það er svo einnig virkilega gott að hafa ferskt salat með líka.

Rjómaosta pennepasta

Rjómaosta pennepasta

Rjómaosta pennepasta

Rjómaosta pennepasta

 • 250 g Barilla Penne Rigate N°73
 • 1 msk smjör
 • 1 laukur
 • 3 hvítlauksgeirar
 • 250 g sveppir
 • 400 g Tómat pastasósa frá Barilla
 • 3 msk rjómaostur
 • Parmesan

Aðferð:

 1. Sjóðið penne pastað samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.
 2. Setjið smjör á pönnu.
 3. Skerið laukinn smátt niður og steikið á pönnunni.
 4. Rífið hvítlauksgeirana niður og bætið þeim á pönnuna. Steikið létt.
 5. Skerið sveppina niður og bætið á pönnuna, steikið.
 6. Bætið pastasósunni og rjómaostinum út á pönnuna, hrærið saman og látið malla aðeins.
 7. Bætið pastanu út á pönnuna og berið fram með parmesan.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Rjómaosta pennepasta

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5