Engifer gin er virkilega bragðgóður kokteill sem er ættaður frá Japan. Engiferið ýtir undir góða bragðið af gininu og er ekki of ráðandi.
Það er einfalt að smella í þennan kokteil, en maður sker engifer í litla bita og hrærið því saman við klakana, hellið svo gini og tonic yfir.
Engifer gin
- 50 ml gin
- 300 ml Tonic
- Klakar
- ½ msk smátt skorið engifer (meira til að skreyta með)
- Rósmarín stöngull til að skreyta með
Aðferð:
- Fyllið glasið af klökum.
- Setjið ginið út í ásamt engiferi.
- Hellið tonic yfir og hrærið.
- Skreytið með engifer sneið og rósmarín
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben svo ég sjái afraksturinn.
Njótið vel!
Ykkar, Linda Ben