Linda Ben

Rósmarínkyrddað lambalæri með granatepla og rósmarínpestó

Recipe by
3 klst
Cook: Unnið í samstarfi við SS | Servings: 6 manns

Þetta rósmarínkryddaða lambalæri með granatepla og rósmarínpestói er svo svakalega bragðmikið og gott. Rósmarín og granateplapestóið er afar einfalt en maður saxar hvítlauk og róstmarín mjög smátt niður og bætir svo kjörnunum úr granateplunum út í og blandar saman. Þessu smellir maður svo ofan á eldað lambalærið til að gefa því ennþá betra bragð, svo verður lærið líka svo fallegt með pestóið ofan á.

Lambalærið bar ég fram með sætkartöflumús, bökuðum gulrótum og rósakáli, waldorfsalati og rjómasveppasósu. Útkoman var hátíðleg og afskaplega bragðgóð.

Rósmarín lambalæri með granateplarósmarínpestó

Rósmarín lambalæri með granateplarósmarínpestó

Rósmarín lambalæri með granateplarósmarínpestó

Rósmarín lambalæri með granateplarósmarínpestó  Rósmarín lambalæri með granateplarósmarínpestó Rósmarín lambalæri með granateplarósmarínpestó

Rósmarínkyrddað lambalæri með granatepla og rósmarínpestó

 • Rósmarínkryddað lambalæri frá SS
 • Granatepla og rósmarínpestó (uppskrift hér fyrir neðan)
 • Waldorfsalat
 • Bakaðar gulrætur (uppskrift hér fyrir neðan)
 • Sætkartöflumús (uppskrift hér fyrir neðan)
 • Bakað rósakál (uppskrift hér fyrir neðan)
 • Rjómasveppasósa (uppskrift hér fyrir neðan)

Aðferð:

 1. Takið lambalærið út úr kæli og leyfið því að standa við stofuhita í u.þ.b. 2-3 tíma.
 2. Kveikið á ofninum og stillið á 160°C.
 3. Setjið lambalærið í eldfastmót og setjið kjöthitamæli inn í miðjuna á kjötinu, bakið þar til kjarnhiti nær 60°C (meðalsteikt), tími fer eftir hversu stórt lærið er og hversu kalt það var þegar það fór inn í ofninn, en við erum alltaf að tala um klukkutíma +.
 4. Sjóðið sætukartöflurnar.
 5. Útbúið rjómasveppasósuna
 6. Útbúið rósakálið og gulræturnar
 7. Útbúið waldorf salatið
 8. Útbúið granatepla og rósmarín pestóið

Granatepla rósmarínpestó

 • Granateplakjarnar úr 1/2 granatepli
 • 4 hvítlauksgeirar
 • U.þ.b. 4 msk smátt saxað rósmarín

Aðferð

 1. Skerið hvítlaukinn og rósmarínið smátt niður, kjarnhreinstið granateplið og blandið öllu vel saman. Smyrjið því ofan á lambalærið þegar það er tilbúið og komið úr ofninum.

Sætkartöflumús

 • 3 meðal stórar sætar kartöflur
 • 2 msk smjör
 • ½ tsk vanilludropar
 • 1 egg
 • 1 msk púðursykur
 • ½ dl kasjúhnetur

Aðferð:

 1. Skerið sætukartöflurnar í 3-4 hluta hvor.
 2. Setjið þær í pott ásamt vatni, látið vatnið ná aðeins yfir kartöflurnar.
 3. Sjóðið þangað til kartöflurnar eru mjúkar í gegn.
 4. Stillið ofninn á 200°C.
 5. Flysjið kartöflurnar og setjið þær í hrærivélaskál.
 6. Setjið smjör út í ásamt vanilludropunum og hrærið.
 7. Með hrærivélina í gangi setjið eggið út í.
 8. Setjið kartöflumúsina í eldfast mót, dreifið púðursykrinum og kasjúhnetunum yfir.
 9. Bakið í um það bil 15 mín eða þangað til sykurinn og hneturnar eru aðeins byrjaðar að brúnast.

Rjómasveppasósan

 • 1/2 laukur
 • 250 g sveppir
 • 2 msk smjör
 • 3 hvítlauksrif
 • 500 ml rjómi
 • Vökvinn sem fellur til af nautakjötinu inn í ofninum
 • 2 stk nautakrafts teningar eða eftir smekk, fer eftir því hversu mikið af vökva fellur til af kjötinu.
 • 1 dl rauðvín
 • Svartur pipar og salt eftir smekk
 • 1 msk gráðostur
 • Sósulitur eftir smekk

Aðferð:

 1. Skerið laukinn fínt niður og steikið hann upp úr örlitlu smjöri.
 2. Skerið sveppina niður og bætið þeim út á pönnuna ásamt restinni af smjörinu, steikið þangað til mesta vatnið af sveppunum er gufað upp.
 3. Pressið þrjú hvítlauksrif út á og steikið létt í 1-2 mín, hellið svo rjómanum út á. Bætið kraftinum sem féll af nautakjötinu út í sósuna ásamt teningunum rauðvíninu, smá pipar og salt og gráðostinum.
 4. Látið sósuna sjóða svolítið og bætið svo meira af kjötkrafti, salt og pipar, rauðvíni og gráðosti eftir smekk.

Bakaðar gulrætur

 • 500 g gulrætur
 • U.þ.b. 2 msk ólífuolía
 • Salt

Aðferð:

 1. Hreinsið gulræturnar, setjið svolítið af ólífu olíu yfir og saltið, bakið í u.þ.b. 30 mín en tíminn fer eftir þykkt gulrótanna.

Bakað rósakál

 • 250 g rósakál
 • 2 msk hvítvínsedik
 • 2 msk ólífu olía
 • Salt

Aðferð:

 1. Hreinsið rósakálið, takið ljót lauf af og snyrtið stiklana. Setjið hvítvínsedik, ólífu olíu og salt yfir. Bakið í u.þ.b. 30 mín.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

Rósmarín lambalæri með granateplarósmarínpestó

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5