Linda Ben

Ruby súkkulaðimús

Recipe by
3 klst og 30 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Danól | Servings: 6-8 manns

Ruby súkkulaðimús.

Æðislega mjúk súkkulaðimús úr Ruby hnöppum frá Odense. Ruby súkkulaðið er náttúrulega bleikt og bragðast dásamlega.

Það er svo fallegt að nota Ruby hnappana í svona eftirrétt þar sem bleikur liturinn fær að njóta sín og útkoman er einstakur og bragðgóður eftirréttur.

Ruby súkkulaðimús

Ruby súkkulaðimús

Ruby súkkulaðimús

  • 4 egg
  • 1 dl sykur
  • 500 ml rjómi
  • 345 g Ruby hnappar frá Odense
  • 200 g Hindber

Aðferð:

  1. Setjið egg og sykur í hrærivél og þeytið þar til mjög létt og ljóst.
  2. Setjið 250 ml af rjóma í frekar breiðan pott og hitið að suðu (en ekki sjóða). Þegar eggjablandan er orðin mjög fluffy hellið þá heitum rjómanum út í í mjórri bunu með hrærivélina í gangi. Hellið blöndunni svo aftur í pottinn, kveikið undirpottinum og hrærið stanslaust í þar til blandan þykknar og verður gulleitari. Slökkvið þá undir og setjið í aðra skál.
  3. Bræðið ruby hnappana og blandið þeim saman við eggjablönduna varlega með sleikju. Setjið inn í ísskáp í lokuðum umbúðum og geymið í 1-2 klst.
  4. Þeytið 250 ml rjóma og blandið varlega saman við súkkulaðiblönduna með sleikju, skiptið á milli glasa og skreytið með ferskum hindberjum.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Ruby súkkulaðimús

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5