Linda Ben

Sætkartöflu quinoa salat

Recipe by
30 mín
| Servings: 2 manns

Sætkartöflu quinoa salat hentar vel sem léttur kvöldmatur eða hádegismatur.

Bragðgott, hollt og einfalt salat sem þú átt eftir að elska.

Þetta er mjög þægilegur réttur að setja saman og upplagt að smella í þetta salat til dæmis í hádegismat ef það eru til afgangs sætar kartöflur frá kvöldinu áður. Möguleikar á mismunandi útfærslum nánast endalausar svo ég hvet þig til þess að nota það grænmeti sem þú átt til í ísskápnum heima í þennan rétt.

Sætkartöflu quinoa salat

Sætkartöflu quinoa salat

  • 1 stk sæt kartafla
  • 200 g eldað quinoa
  • 1 rauðlaukur
  • Salt og pipar
  • ¼ tsk papriku krydd
  • ¼ tsk cumin
  • 1 hvítlauksgeiri
  • 2 msk ólífu olía
  • 1 dós nýrnabaunir
  • 3 stk tómatar
  • 3 msk fetaostur
  • Fersk steinselja
  • Sítróna

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum, stillið á 200°C og undir+yfir hita.
  2. Flysjið sætu kartöfluna og skerið í litla bita, setjið í eldfast mót. Skerið rauðlaukinn smátt niður og bætið út á mótið, pressið hvítlauksgeirann út í og kryddið með salti, pipar, papriku kryddi og cumin. Blandið öllu saman og setjið svolítið af ólífu olíu yfir. Bakið í u.þ.b. 20 mín eða þar til kartöflurnar eru mjúkar í gegn.
  3. Á meðan kartöflurnar eru inn í ofni, sjóðið quinoað samkvæmt leiðbeiningum á pakkningunum.
  4. Skerið tómtatana smátt niður og skolið nýrnabaunirnar.
  5. Setjið allt út eldfasta mótinu í skál ásamt tómötum, nýrnabaununum og fetaostinum, blandið saman og berið fram með ferskri steinselju og kreistið safann úr sítrónu yfir.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Sætkartöflu quinoa salat

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5