Linda Ben

salt karamellu kaka með rjómaostakremi

Recipe by
4 klst

salt karamellu kaka með rjómaostakremi

salt karamellu kaka með rjómaostakremi

Salt karamellu kaka með rjómaostakremi

 • 220 g ósaltað smjör við stofuhita
 • 400 g sykur
 • 300 g púðursykur
 • 6 egg
 • 1 tsk vanilludropar
 • 480 g hveiti
 • 2 tsk llyftiduft
 • 340 ml mjólk

Aðferð:

 1. Stillið ofninn á 180°C, undir yfir hita.
 2. Þeytið smjörið og sykurinn þar til blandan verður létt og loftmikil.
 3. Bætið eggjunum út í, eitt í einu.
 4. Bætið vanilludropunum saman við.
 5. Blandið saman hveiti og lyftidufti. Bætið hveitinu út í blönduna ásamt mjólkinni í nokkrum skrefum, hrærið á milli en eins lítið og hægt er.
 6. Skiptið deiginu í 3 stk 20 cm smelluform sem hafa verið smurð vel. Bakið í u.þ.b. 30-40 mín eða þar til kökurnar eru bakaðar í gegn. Kælið kökurnar alveg áður en kremið er sett á.

Salt karamella

 • 200 g sykur
 • 100 g smjör
 • 1 dl rjómi
 • 1 tsk salt

Aðferð:

 1. Sykurinn er bræddur í stórum potti við lágan hita.
 2. Smjörið er skorið í 6 bita og einn biti settur út í sykurinn í einu og hrært vel á milli, lækkið hitann.
 3. Rjómanum er hellt út á sykurblönduna í litlum skömmtum og hrært vel á milli.
 4. Setjið saltið út í karamelluna og hrærið vel. Hellið karamellunni í eldfast mót á hitaplatta. Alls ekki smakka karamelluna fyrr en hún hefur kólnað vel.

Rjómaostakrem

 • 500 g smjör við stofuhita
 • 500 g rjómaostur við stofuhita
 • 1000 g flórsykur
 • 2-3 msk salt karamella (við stofuhita), fer eftir smekk
 • 200 g hvítt súkkulaði
 • Súkkulaði kúlur

Aðferð:

 1. Þeytið smjörið vel þar til það verður létt og loftmikið, bætið rjómaostinum út í og þeytið vel.
 2. Bætið flórsykrinum út í rólega og þeytið vel saman við þar til kremið verður loftmikið. Bætið því næst salt karamellunni og þeytið hana vel saman við.
 3. Skerið harða toppinn af hverjum kökubotni svo botnarnir eru alveg sléttir. Setjið fyrsta botninn á kökudisk.
 4. Skiptið kreminu í 4 hluta. Setjið 1 hluta á fyrsta kökubotninn, sléttið úr kreminu. Setjið næsta kökubotn og annan hluta af kreminu, sléttið. Setjið þriðja kökubotninn á og hyljið kökuna með restinni af kreminu, sléttið vel úr kreminu.
 5. Bræðið hvíta súkkulaðið yfir vatnsbaði, sléttið úr smjörpappír á borð, setjið 1 msk af hvítu súkkulaði á smjörpappírinn og dragið hvíta súkkulaðið út með skeiðinni, endurtakið 20 stk. Leyfið súkkulaðinu að storkna vel. Fjarlægið súkkulaðið varlega af smjörpappírnum þegar það hefur storknað. Raðið því á kökuna fremst 9 stk saman og svo 3 stk saman á þremur stöðum á kökunni. Raðið súkkulaði kúlum efst á kökuna og með fram kökudiskinum. Skreytið kökuna með fersku brúðarslöri (má sleppa)

salt karamellu kaka með rjómaostakremi

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

 

 

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5