Linda Ben

Salt karamellubitar

Recipe by
Cook: Unnið í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur

Salt karamellubitar sem eru svo góðir!

Það er upplagt að gera þessa salt karamellubita, pakka þeim fallega inn í smjörpappír og gefa sem gjöf fyrir jólin.

Það er mjög einfalt að gera þetta heimagerða sælgæti en það þarf að fara varlega að brenna ekki sykurinn, þú getur fundið myndband af því hvernig ég geri þessa söltu karamellubita á instagraminu mínu: instagram.com/lindaben

Salt karamellubitar

Salt karamellubitar

Linda Ben jólatré jólauppskriftir

Salt karamellubitar

  • 200 g sykur
  • 80 ml rjómi
  • 80 g smjör
  • Grófar sjávarsaltflögur

Aðferð:

  1. A.T.H. sykurinn verður alveg svakalega heitur þegar hann er bræddur, ALDREI SMAKKA SYKURINN BEINT UPP ÚR POTTINUM, þið getið brennt ykkur mjög illa. Farið líka extra varlega allt ferlið á meðan þið gerið karamelluna, passið ykkur að brenna ykkur ekki á skvettum sem geta myndast. Það er eðlilegt að það bubbli mikið í sykrinum þegar þið setjið smjörið og rjómann út í.
  2. Skerið smjörið í bita og hafið tilbúið. Takið einnig rjómann til.
  3. Setjið sykurinn í pott og hitið, þegar sykurinn byrjar að bráðna, lækkið þá örlítið undir til að stjórna betur að sykurinn bráðni en brenni ekki. Notið trésleif til að hræra örlítið í sykrinum, dreifið sykrinum þannig að þið setjið sykurkorn þar sem sykurinn er byrjaður að bráðna.
  4. Setjið fyrsta smjörbitann út í sykurinn þegar hann er nánast allur bráðnaður og næstum byrjaður að brenna, smjörið kælir sykurinn niður, hrærið smjörbitann alveg saman við og hrærið þar til allir sykurkekkirnir hafa bráðnað. Bætið síðan einum smjörbita í einu út í sykurinn og hrærið á milli þar til allt smjörið hefur samlagast karamellunni.
  5. Hellið rjómanum hægt og rólega út í karamelluna og hrærið vel á milli.
  6. Leyfið karamellunni að sjóða í 2-3 mín í pottinum og hellið svo í lítið smjörpappírsklætt eldfastmót (c.a. 20×20 cm). Stráið grófu sjávarsalti yfir eftir smekk. Kælið karamelluna inn í ísskáp í 3-4 klst og skerið hana svo niður í litla bita. Klæðið hvern bita inn í smjörpappír.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Salt karamellubitar

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5