Linda Ben

Sesar salat

Recipe by
1 klst
Prep: 30 mín | Cook: 30 mín | Servings: 4 - 5 manns

Sesar salat er frábær og gómsæt leið til þess að borða alveg fullt af grænmeti.

Það sem þú þarft er:

 • marinering með sítrus og lauk
 • 1 pakki kjúklingalundir
 • Romain salat
 • Brauðteningar
 • Parmesan ostur
 • Sesar dressing (tilbúin eða þín eigin, uppskrift neðar)

Aðferð:

 1. Byrjað er á að marinera kjúklingalundi
  í Stubbs kjúklingamarineringu með sítrus og lauk í að minnsta kosti klukkutíma.
 2. Það er einfalt skref þar sem einn pakki af kjúklinga lundum er sett í hæfilega stóra skál og hálfri krukku af Stubbs marineringunni hellt yfir og aðeins hrært saman.
 3. Kjúklingurinn er svo steiktur á pönnu með marineringunni þangað til hann er eldaður í gegn. Stubb’s marineringin er aðal ástæðan fyrir því að salatið er svona rosalega bragðgott og því mæli ég sterklega með að þið útvegið ykkur þessa mareneringu og enga aðra!
 4. Takið heilann kálhaus af Roman salati og skerið hann niður, dreyfið salatinu svo á fallegan disk. Róman salat er það lang besta í Sesar salat enda er upprunalega uppskriftin með Roman salati, ég segi, ekki kaupa neitt annað því þetta er það lang besta!
 5. Brauðteningum er dreift yfir salatið ásamt kjúklingalundunum.

Það er mjög auðvelt að búa til sína eigin dressingu.

_MG_5098
Það sem þú þarft er:

 • 2 hvítlauksgeirar úr ferskum hvítlauk
 • 2 ansjósur
 • 2 msk sítrónusafi úr mayer sítrónum
 • 1 tsk Dijon sinnep frá Jack Daniels
 • 1 tsk Worchestersósa
 • 1 bolli majónes
 • 1/2 bolli rifinn parmesan ostur
 • 1 tsk rauðvínsedik
 • Svartur pipar eftir smekk

Aðferð:

 1. Allt sett í skál og blandað saman.

Parmesan ostur er rifinn niður og dreyft yfir salatið.

_MG_4225

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

 

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5