Linda Ben

Silkimjúkur kakó kollagen drykkur sem nærir húð og hár

Recipe by
5 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Feel Iceland

Silkimjúkur kakó kollagen drykkur sem nærir húð og hár.

Þessi smoothie er alveg einstaklega bragðgóður og fullur af ofurfæðu sem nærir húð og hár.

Þessi drykkur inniheldur meðal annars hreint kakó er einstaklega ríkt af andoxunarefnum sem verndar húðina gegn ótímabærum öldrunareinkennum. Hann inniheldur einnig hampfræ og hnetusmjör sem er ríkt af hollri og góðri fitu sem gefur húðinni raka og nærir hana innan frá. Graskersfræ eru rík af zinki sem er mjög gott fyrir húðina.

Uppáhalds fæðubótarefnið mitt er án efa Feel Iceland kollagenið, ég sé svo mikinn mun á húðinni og hárinu mínu eftir að ég byrjaði að taka það inn fyrir tæpu ári síðan, svo að sjálfsögðu er kollagenið að finna í þessum drykk.

Með kóðanum fá lesendur lindaben.is 15% afslátt af öllum vörum inn á is.feeliceland.com með kóðanum lindaben. Kóðinn er aðeins virkur í örfáa daga svo það er vissara að hafa hraðar hendur.

Silkimjúkur kakó kollagen drykkur

Silkimjúkur kakó kollagen drykkur

Silkimjúkur kakó kollagen drykkur

  • 2 dl frosið mangó
  • 1 lítill banani
  • 1 msk hnetusmjör
  • 1 msk hampfræ
  • 1 msk graskersfræ
  • 1 msk kakó
  • 2 msk Feel Iceland Kollagen
  • 350 ml haframjólk

Aðferð:

  1. Setjið öll innihaldsefnin saman í blandara þar til verður að drykk.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Silkimjúkur kakó kollagen drykkur

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5