Linda Ben

Sinnepsmarineruð kalkúnabringa með trönuberjasultu

Recipe by
12 klst
| Servings: Unnið í samstarfi við ÍSAM

Sinnepsmarineruð kalkúnabringa með trönuberjasultu.

Í gegnum árin þróast uppskriftirnar og verða oft betri með tímanum. Þessi uppskrift er náskyld þessari uppskrift sem er ein af elstu uppskriftum síðunnar. Nýja útgáfan er kröftugri og þéttari. Trönuberjasultan kemur með þennan extra hátíðarbrag og gerir kalkúninn líka fallegri þar sem trönuberin eru ennþá nokkuð heil.

Ég og fjölskyldan mín erum á því að hér er að finna eina bestu kalkúnamarineringuna. Þessa marineringu má einnig nota á annað kjöt eins og til dæmis heilan kjúkling og svínakjöt.

Ég mæli með að græja marineringuna kvöldið áður og smella því á kjötið, leyfa marineringunni að liggja á yfir nótt inn í ísskáp í lokuðu íláti.

Vegna þess hve kalkúnabringur eru misstórar er erfitt að gefa upp tímann sem það tekur að elda bringuna. Ég mæli því með að reyna að útvega sér slíkan til að elda bringuna svo kalkúnninn sé safaríkur og góður.

Sinnepsmarineruð kalkúnabringa með trönuberjasultu

Sinnepsmarineruð kalkúnabringa með trönuberjasultu

Sinnepsmarineruð kalkúnabringa með trönuberjasultu

 • 1 kalkúnabringa frá Ísfugl
 • 2 msk Maille gróft sinnep (á l’ Ancienne)
 • 1 msk balsamikedik
 • 2 msk trönuberja og bláberja sulta frá St. Dalfour
 • 1 msk ólífu olía
 • 2 msk ferst timjan, smátt skorið
 • 1 tsk ferskt oregano
 • ½ tsk salt
 • ½ tsk pipar

Aðferð:

 1. Þerrið kalkúnabringuna með eldhúspappír og setjið hana í fat.
 2. Blandið saman sinnepi, balsamikediki og rifsberjahlaupi.
 3. Klippið niður timjan og oregano í mortel (eða í sterka skál) og hellið olíunni út á, merjið kryddjurtirnar vel í mortelnum (notið breytt tréskaft ef þið eigið ekki mortel) og hellið kryddolíunni út í sinnepsblönduna. Hrærið saman.
 4. Kryddið með salti og pipar.
 5. Smyrjið marineringunni jafn yfir alla kalkúnabringuna, setjið matarfilmu yfir fatið og látið marinerast í minnst klukkutíma eða yfir nótt.
 6. Stillið ofninn á 165ºC. Setjið kjöthitamæli inn í miðja bringuna og bakið bringuna þangað til kjarnhitastig mælist 72ºC.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Sinnepsmarineruð kalkúnabringa með trönuberjasultu

Sinnepsmarineruð kalkúnabringa með trönuberjasultu

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5