Linda Ben

Sítrónu og bláberja pönnukökur

Recipe by
30 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur | Servings: 10-12 stk

Hér höfum við alveg dásamlega góðar sítrónu og bláberja pönnukökur sem eru einstaklega djúsí.

Þær eru afar þykkar, djúsí og flöffí og minna mig mikið á klassísku amerísku pönnukökurnar sem er ein vinsælasta uppskrift síðunnar og myndi gróflega áætla að þið flest sem lesið síðuna, séuð búin að prófa.

Þessar sítrónu og bláberja pönnukökur eru örlítið hollari en venjulegar pönnukökur þar sem ég notaði í þær spelt, 50% fínt og 50% gróft, og hrásykur í staðin fyrir venjulegan. Með því að skipta yfir í spelt og hrásykur fær maður svo gott sem sama bragð og áferð og ef notað er venjulegt hveiti og sykur, en örlítið meira af vítamínum. En ef þú átt hvorki spelt né hrásykur þá er engin ástæða til að hlaupa út í búð, þú notar þá bara venjulegt hveiti og sykur.

Ab-mjólkin er hins vegar lykil hráefnið í þessari uppskrift. Það eru kannski ekki allir sem vita það að með því að nota ab-mjólkina frá Örnu í baksturinn þá verður baksturinn rakameiri, eða meira djúsí eins og ég kalla það yfirleitt.

Ég mæli með að prófa þessar pönnukökur í næsta brunch!

Sítrónu og bláberja pönnukökur

Sítrónu og bláberja pönnukökur

Sítrónu og bláberja pönnukökur

Sítrónu og bláberja pönnukökur

Sítrónu og bláberja pönnukökur

Sítrónu og bláberja pönnukökur

  • 350 g spelt (skipta 50/50 gróft og fínt)
  • 3 msk hrásykur
  • Börkur af 1 sítrónu
  • Safi úr ½ sítrónu
  • 2 tsk matarsódi
  • 3 msk chia fræ
  • 500 ml Ab-mjólk frá Örnu Mjólkurvörum
  • 2 egg
  • 70 g brætt smjör
  • 2 tsk vanilludropar
  • 250 g bláber

Aðferð:

  1. Blandið saman spelti, hrásykri, sítrónuberki, matarsóda og chia fræjum í eina skál.
  2. Blandið saman Ab-mjólk, eggjum, bræddu smjöri og vanilludropum í aðra skál.
  3. Blandið þurrefnunum og blautuefnunum saman og bætið svo bláberjunum varlega saman við með sleikju.
  4. Steikjið deigið á “non-stick” pönnu, u.þ.b. 2 msk af deigi í einu, í nokkrar mín á hvorri hlið eða þar til hver hlið er orðin gullin brún og pönbnukakan bökuð í gegn.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

Sítrónu og bláberja pönnukökur

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5