Linda Ben

Mjúk sítrónukaka með glassúr

Recipe by
2 kist og 30 Mín
| Servings: Unnið í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur

Mjúk sítrónukaka með glassúr sem er svo dásamlega góð! Létt sítrónubragðið kemur með ferskleika á móti sætunni í kökunni og kreminu, gerir það að verkum að það er afar erfitt að leggja frá sér gaffalinn.

Kakan sjálf er afar mjúk en svolítið þétt og raka mikil á sama tíma, örlítið klessuleg ef svo mætti að orði komast, sem er alveg ótrúleg gott!

Kakan er einföld í framkvæmd og fljótleg, eitthvað sem flestir ættu að geta ráðið við.

Þessi mjúka sítrónukaka er fullkomin hvort sem það er í helgarbaksturinn eða á til að smella í á virkum degi til að gleðja fólkið í kringum okkur.

Mjúk sítrónukaka með glassúr

Mjúk sítrónukaka með glassúr

Mjúk sítrónukaka með glassúr

Mjúk sítrónukaka með glassúr

Mjúk sítrónukaka með glassúr

 • 230 g smjör, mjúkt
 • 2 ½ dl sykur
 • 4 egg
 • 3 ½ dl hveiti
 • 1 tsk matarsódi
 • ½ tsk salt
 • 1 ½ tsk vanilludropar
 • 1 dl og 1 msk grískt jógúrt frá Örnu Mjólkurvörum
 • ½ dl sítrónusafi
 • Fínt rifinn börkur af 1 sítrónu (bara guli hlutinn, ekki hvíti)
 • 1 ½ dl flórsykur
 • U.þ.b. 2 msk sítrónusafi
 • Sítrónubörkur til að skreyta

Aðferð:

Nákvæmt aðferðarmyndband er að finna á Instagram.com/lindaben í “Sítrónukaka” highlights.

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C og undir+yfir.
 2. Þeytið saman smjör og sykur, þegar blandan er orðin létt og ljós þá setjiði eggin út í, eitt í einu og hrærið á milli.
 3. Setjið hveiti, matarsóda og salt saman í skál og blandið, bætið því svo út í eggjablönduna og hrærið saman þar til allt hefur blandast saman.
 4. Bætið út í vanilludropum, grísku jógúrti, sítrónu safa og sítrónuberki, hrærið þar til allt hefur blandast saman.
 5. Smyrjið 23 cm hringform eða sambærilegt vel með smjöri og hellið deiginu í formið, bakið í 1 klst og 30 mín – 45 mín eða þar til kakan er bökuð í gegn (stingið hníf í kökuna og ef hann kemur hreinn upp úr er kakan tilbúin).
 6. Leyfið kökunni að kólna og takið hana svo úr forminu.
 7. Setjið flórsykur í skál og blandið sítrónusafa saman við þar til glassúrið er þykk fljótandi, hellið honum yfir kökuna. Rífið börk af sítrónu yfir kökuna til að skreyta kökuna.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben svo ég sjái afraksturinn.

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Mjúk sítrónukaka með glassúr

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5