Linda Ben

Skinku og aspas brauðréttur

Recipe by
30 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur

Skinku og aspas brauðréttur eða Aspasstykki eins og sumir kalla þennan rétt.

Hér höfum við æðislegan brauðrétt sem er afskaplega einfaldur og ljúffengur. Hann er að sjálfsögðu ættaður frá hinni klassísku skinku og aspas rúllutertu sem við flest öll ættum að kannast við.

Ég elska baguette og því setti ég fyllinguna í baguette en það er hægt að setja hana líka í rúllutertubrauð, sem er líka mjög gott.

skinku og aspas brauðréttur

skinku og aspas brauðréttur

skinku og aspas brauðréttur

Skinku og aspas brauðréttur

 • Kryddostur með hvítlauk frá Örnu Mjólkurvörum
 • 250 ml rjómi frá Örnu Mjólkurvörum
 • 2 stk Baguette
 • 1 dós niðursoðinn aspas (u.þ.b. 400 g)
 • 200 g skinka
 • 1 stk sveppateningur
 • Salt og pipar
 • U.þ.b. 150 g rifinn mozzarella frá Örnu Mjólkurvörum

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir hita.
 2. Rífið kryddostinn niður í pott og hellið rjómanum út á, bræðið ostinn á vægum hita.
 3. Skerið skinkuna niður í bita og stappið aspasinn létt með gaffli, blandið því saman við ostablönduna.
 4. Skerið toppinn af baguettunum og skiptið fyllingunni á milli, setjið rifinn mozzarella yfir og bakið inn í ofni í u.þ.b. 20 mín eða þar til osturinn er byrjaður að brúnast.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

skinku og aspas brauðréttur

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5