Linda Ben

Skinny bláberja muffins!

Recipe by
25 mín
Prep: 5 mín | Cook: 20 mín | Servings: 6 stórar muffins

Þessar bláberja möffins sem eru hollari en margar aðrar en gefa ekkert eftir þegar kemur að bragði. Ekkert smjör er notað í þessa uppskrift, bara góð grænmetisolía og grískt jógúrt. Mjög lítill sykur er notaður en bláberjabragðið skín vel í gegn sem gerir þær guðdómlega góðar.

Byrjað er að baka kökurnar í mjög heitum ofni til þess að myndist krispí toppur á kökurnar en hitinn er svo lækkaður. Innan í eru kökurnar svo silki mjúkar og léttar.

Skinny bláberja muffins

Heilsusamlegar bláberja muffins, uppskrift:

 • 1 egg
 • ¼ – ½ bolli sykur (fer eftir smekk)
 • ½ bolli möndlumjólk
 • ¼ bolli grænmetisolía
 • ¼ bolli grískt jógúrt
 • 1 ½ bolli hveiti
 • 2 tsk matarsódi
 • 1 tsk vanillu dropar
 •  1 ½ bolli bláber, frosin eða fersk

Skinny bláberja muffins

Aðferð:

 1. Stillið ofninn á 220°C
 2. Byrjið á því að hræra saman sykur og egg.
 3. Bæti mjólk, grænmetisolíu og grískri jógúrt útí og blandið saman.
 4. Setjið hveiti og matarsóda útí og blandið saman.
 5. Bæti vanilludropum og bláberjunum útí og hrærið varlega saman við.
 6. Setjið stór muffins form eða smjörpappír í álbakka fyrir stórar muffins. Ef þið eigið ekki stóran muffins álbakka þá getið þið líka notað lítinn en þurfið þá að stytta bökunartímann. Fyllið formin upp um ¾ formsins.
 7. Bakið við 220°C í 5 mín.
 8. Lækkið á ofninum í 175°C og bakið áfram í 20 mín eða þangað til kökurnar eru bakaðar í gegn.

Skinny bláberja muffins

Skinny bláberja muffins

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5