Linda Ben

Skyrskál með chia og ávöxtum

Recipe by
12 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur

Skyrskál með chia og ávöxtum er eitthvað sem ég fæ mér í morgunmat svona gott sem á hverjum einasta degi.

Það er mismunandi hvaða ávexti og ber ég set ofan á skyrið eftir því hvað ég á til heima, en undanfarið hef ég verið að elska að setja kíví og bláber ofan á skálina mína.

Í grunninn set ég chia fræ, sesam fræ og goji ber ásamt vatni í skál og hræri saman þar til fræin hafa drukkið í sig allan vökvann og blandan orðin gelkennd. Svo set ég skyrið ofan á og toppa með ávöxtm.

Ég elska til dæmis þetta ofan á skálina:

 • Epli og caylon kanill
 • Bláber og jarðaber
 • Ástaraldin og epli
 • Banani og bláber

Það er hinsvegar alveg heilagt hjá mér að nota alltaf hreina skyrið frá Örnu. Áferðin á því er silkimjúk en það er líka próteinríkasta skyrið sem eg hef fundið, en það eru 12 g af próteini í 100g sem gerir 24 g af próteini í skálinni. Chia fræin eru svo mjög rík uppspretta af trefjum sem eru holl og góð fyrir meltinguna. Sesam fræin eru virkilega holl fyrir okkur, mjög andoxunarefnarík. Goji berin eru mikil ofurfæða, sérstaklega rík af c-vítamíni og andoxunarefnum.

Þessi skál er því ekki bara góð á bragðið heldur alveg sérstaklega holl og góð fyrir okkur.

Mér finnst þetta allavega alveg fullkomin byrjun á deginum og þætti gaman að heyra hvað þér finnst um þessa skál 😊

Skyrskál með chia og ávöxtum

Skyrskál með chia og ávöxtum

Skyrskál með chia og ávöxtum

Skyrskál með chia og ávöxtum

Skyrskál með chia og ávöxtum

Skyrskál með chia og ávöxtum

 • 1 msk chia fræ
 • 1 msk goji ber
 • 1/2 msk sessam fræ
 • 1 dl vatn
 • 200 g hreint skyr
 • 1 kíví
 • 50 g bláber

Aðferð:

 1. SSetjið chia fræ, goji ber og sesam fræ í skál með vatni, hrærið saman og leyfið þessu að taka sig í 10 mín. Hrærið reglulega í þar til fræin hafa drukkið í sig allt vatnið og blandan orðin gelkennd.
 2. Setjið skyrið ofan í skálina ásamt bláberjum og afhýddu og niður skornu kíví.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5