Linda Ben

Smáköku blondie með kexkökumiðju

Recipe by
1 klst og 30 mín
Cook: Unnið í samstarfi við ÍSAM

Smáköku blondie með kexkökumiðju

smáköku blondie

smáköku blondie

smáköku blondie

Slutty blondie

Smákökubotn

 • 100 g smjör
 • 200 g sykur
 • 1 egg
 • 1 tsk vanilludropar
 • 175 g hveiti
 • ¼ tsk salt
 • ½ tsk lyftiduft
 • ½ tsk matarsódi
 • 100 g hvítt súkkulaði

Kexlag

 • 260 g Frón Kremkex með vanillubragði

Blondie

 • 100 g smjör
 • 100 hvítt súkkulaði
 • 1 egg
 • 200 g púðursykur
 • 1 tsk vanilludropar
 • 150 g hveiti
 • ½ tsk lyftiduft
 • ¼ tsk salt

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir og yfir blástur.
 2. Byrjið á því að útbúa smákökubotninn.
 3. Þeytið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst. Bætið egginu út í ásamt vanillidropum og hrærið saman við.
 4. Blandið saman hveiti, salti, lyftidufti og matarsóda. Bætið því svo út í deigið og hrærið létt saman þar til samlagað.
 5. Blandið hvíta súkkulaðinu saman við og geymið deigið á meðan blondie deigið er útbúið.
 6. Bræðið saman smjör og hvítt súkkulaði í potti með því að bræða smjörið fyrst varlega og slökkva svo undir pottinum, setja þá hvíta súkkulaðið ofan í og leyfa smjörinu að bræða það.
 7. Þeytið eggið þar til létt og ljóst, bætið svo út í púðursykrinum og þeytið saman.
 8. Bætið vanillurdropunum út í og þeytið.
 9. Hellið súkkulaðiblöndunni út í í mjórri bunu og hrærið saman við á sama tíma.
 10. Blandið saman hveiti, lyftidufti og salti, hellið út í deigið og hrærið saman með sleikju.
 11. Smyrjið 25×25 cm form (eða álíka stórt) og þrýstið smákökudeiginu í botninn.
 12. Raðið kremkexinu yfir smákökudeigið.
 13. Hellið blondie deiginu yfir og dreifið úr því.
 14. Bakið inn í ofni í 30-35 mín. Takið út úr ofninum og leyfið kökunni að ná stofuhita áður en þið skerið í hana.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

smáköku blondie

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5