Linda Ben

Smáköku íssamlokur

 

Smáköku íssamlokur

Smáköku íssamlokur

Smáköku íssamlokur

Smáköku íssamlokur

Smáköku íssamlokur

Smáköku íssamlokur

  • 100 g smjör við stofuhita
  • 1 dl púðursykur
  • 1 dl sykur
  • 1 egg
  • ½ tsk vanilludropar
  • 2 ½ dl hveiti
  • ½ tsk matarsódi
  • ½ tsk salt
  • 70 g gróft brytjað súkkulaði
  • 1 l ís

Aðferð:

  1. Setjið smjör, púðursykur og sykur í skál og hrærið þar til blandan verður létt og loftmikil. Bætið þá egginu útí og hrærið saman við. Bætið því næst vanilludropunum útí.
  2. Blandið saman hveiti, matarsóda og salti saman og blandið því saman við deigið, hrærið eins lítið og þið komist upp með (hætta um leið og allt hveitið hefur blandast saman við).
  3. Skerið niður súkkulaðið og blandið því saman við deigið með sleikju.
  4. Setjið deigið inn í ísskáp og kælið í 30 mín.
  5. Kveikið á ofninum og stillið á 170°C og undir+yfir hita.
  6. Útbúið kúlur úr deiginu, 1 kúfuð msk af deigi er ein baka, raðið á ofnplötu með góðu millibili, bakið í 8-10 mín.
  7. Takið kökurnar út úr ofninum og raðið á kæligrind. Setjið grindina með kökunum í frysti í 4-5 mín til þess að kæla þær vel. Raðið þeim tveim og tveim saman og passið að parið sé svipað stórt. Setjið ískúlu á aðra kökuna og lokið með hinni, klemmið saman, setjið aftur á kæligrindina og setjið aftur í frysti.
  8. Frystið smáköku íssamlokurnar í a.m.k. 30 mín áður áður en þær eru borðaðar.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Smáköku íssamlokur

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5