Linda Ben

Smash ísterta

Recipe by
1 klst og 15 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Nóa Síríus

Smash ístertan er alveg einstaklega góð! Hún er afar einföld að útbúa og kjörið að smella í þegar eftirrétturinn þarf að vera fljótlegur, einfaldur en fyrst og fremst bragðggóður. Maður byrjar á því að brjóta niður tilbúinn marengsbotn og setja í botninn á formi. Ég er alltaf hrifin af því að setja hringinn af smelluformi á kökudisk sem passar í fyrsti, en það er líka hægt að nota fallegt eldfast form, skál eða hvað sem þér langar að nota.

Svo setur maður mjúkann ís yfir marengsinn og raðar Smash súkkulaðinu ofan í ísinn. Því næst smellir maður ísnum aftur í frysti þar til hann hefur harðnað aftur, u.þ.b. 1 klst en má líka vera lengur. Svo tekur maður ísinn úr frystinum og fjarlægir smelluformshinginn. Þeytir rjóma, smellir honum ofan á og skreytir með meira Smash og berjum.

Smash ísterta

Smash ísterta

Smash ísterta

Smash ísterta

Smash ísterta

Smash ísterta

Smash ísterta

  • Tilbúinn marengsbotn
  • 1 líter vanillu rjómaís
  • 200 g (2 pokar) Smash súkkulaði
  • 250 ml rjómi
  • Ber sem þér finnst falleg og góð (t.d. jarðaber, hindber, rifsber, bláber eða brómber)

Aðferð:

  1. Setjið smelluhringform án botnsins á kökudisk, athugið hvort diskurinn komist ekki örugglega fyrir í frystinum.
  2. Brjótið marengsbotninn niður og setjið á kökudiskinn með smelluformshringnum.
  3. Setjið vanilluuísinn (sem þarf að vera svolítið mjúkur) ofan á marengsinn og pressið hann niður. Raðið Smash súkkulaðinu ofan í ísinn þannig að mjói endinn snúi niður í ísinn. Smellið öllu í frysti þar til ísinn hefur náð að harðna aftur.
  4. Takið úr frysti og fjarlægið smelluformshringinn, þeytið rjóma og setjið ofan á ístertuna. Skreytið með meira Smash súkkulaði og berjum.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Smash ísterta

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5