Deprecated: Function jetpack_form_register_pattern is deprecated since version jetpack-13.4! Use Automattic\Jetpack\Forms\ContactForm\Util::register_pattern instead. in /home/lindaben.is/web/lindaben.is/public_html/wp-includes/functions.php on line 6078
South-West grænmetis borgari - Linda Ben

Linda Ben

South-West grænmetis borgari

Recipe by
40 mín
Prep: 20 mín | Cook: 20 mín | Servings: 5 borgarar

Ég elska góða og bragðmikla grænmetisrétti, það er yfirleitt svo fljótlegt að útbúa þá og eru líka svo hollir.

Þessir grænmetisborgarar eru svo bragðgóðir og mettandi og því mæli ég með að þú prófir þá. Þeir eru líka rosalega fljótlegir í undirbúningi og hráefnin ódýr.

_MG_5968

South-West borgarar

Innihald:

  • 1 dós svartar baunir
  • 1 stór soðin sæt kartafla
  • 1 bolli soðin brún hrísgrjón
  • 4 fjólubláar gulrætur
  • 2 tómatar
  • 2 vorlaukar
  • 1 tsk cumen krydd
  • 1 tsk papriku krydd
  • 2 hvítlauksgeirar
  • lítið búnt ferskt kóríander

Aðferð:

  1. Byrjað er á að skera gulrætur, tómata, vorkauk, hvítlauk og kóríander í litla teninga.
  2. Öllum innihaldsefnum er svo blandað saman í skál með sleif og útbúnir borgarar út blöndunni.
  3. Borgurunum er raðað á smjörpappír og bakaðir inn í ofni við 200°C í 20 mín.

Mjög gott er að baka franskar kartöflur með borgurunum og mæli ég þá sérstaklega með frönskunum frá Alexia, þær eru einfaldlega lang bestu ofn franskar sem ég hef smakkað!

Það passar alveg sérstaklega vel með grænmetisborgurunum að hafa broche brauð með salsa sósu, guacomole og ferskt salat.

_MG_6047

Njótið vel!

Linda

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5