Linda Ben

Spagettí með sólþurrkuðum tómötum og ólífum

Recipe by
20 min
Cook: Unnið í samstarfi við Sacla | Servings: 3-4 manns

Pasta með sólþurrkuðum tómötum og ólífum.

Einfaldur spagettíréttur þar sem fá og góð hráefni njóta sín til fulls í bragðmiklum og afskaplega góðum rétti sem svíkur engan.

Sacla vörurnar eru í hæsta gæðaflokki sem má svo sannarlega greina á bragðinu. Kosturinn við það að nota góð hráefni er að það leyfir manni að einfalda matargerðina mikið þar sem bragðið er nú þegar til staðar og óþarfi að flækja hlutina.

Til að gera þennan rétt þarf að sjóða spagettí samkvæmt leiðbeiningum. Pastasósan er sett í pott ásamt rjóma, sólþurrkuðum tómötum og olífum. Spagettíið er svo sett í sósuna og rétturinn er tilbúinn. Einfaldara og bragðbetra gerist það varla.

pasta með sólþurrkuðum tómötum og ólífum

pasta með sólþurrkuðum tómötum og ólífum

pasta með sólþurrkuðum tómötum og ólífum

pasta með sólþurrkuðum tómötum og ólífum

pasta með sólþurrkuðum tómötum og ólífum

Spagettí með sólþurrkuðum tómötum og ólífum

 • 250 g spagettí
 • Intenso pasta sósa með sólþurrkuðum tómötum og hvítlauk frá Sacla
 • 250 ml rjómi
 • Sólþurrkaðir tómatar frá Sacla
 • Grænar ólífur frá Sacla
 • Salt&pipar
 • Chili ólífu olía frá Sacla
 • Parmesan
 • Fersk steinselja eða basil

Aðferð:

 1. Sjóðið spagettíið samkvæmt leiðbeiningum.
 2. Setjið pastasósuna í pott ásamt rjómanum, hitið að suðu.
 3. Skerið sólþurrkuðu tómatana aðeins niður og bætið þeim út á ásamt ólífunum. Kryddið til með salt og pipar eftir smekk.
 4. Þegar spagettíið er soðið bætið því út í sósuna og blandið saman.
 5. Raðið á disk og bætið örlítið af chili ólífu olíu yfir ásamt parmesan og ferskri steinselju ef þið viljið.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

 

pasta með sólþurrkuðum tómötum og ólífum

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5