Linda Ben

Spagettí og zucchini “kjötbollur”

Það er mjög jákvætt þegar við finnum gómsætar leiðir til þess að borða meira grænmeti. Þessi uppskrift af zucchini “kjötbollum” er virkilega bragðgóð.

Það er ávalt mikilvægt að vanda sig þegar keypt er í matinn og velja bragðgóð og gæða hráefni, maturinn verður svo mikið betri og næringarríkari fyrir vikið.

Mér líkar mjög vel við Ian’s panko braðraspið þar sem það er hágæða brauðrasp sem bragðast æðislega vel. Ég mæli svo líka með að þið kaupið bragðmikla pastasósu eins og til dæmis þessa frá Classic þar sem hún gefur réttinum ennþá meira bragð.

Spagettí og zucchini "kjötbollur"

Spagettí og zucchini “kjötbollur”, uppskrift:

 • 1,5 zucchini meðal stór
 • 2 klípur af salti
 • 2 hvítlaukar
 • 1 lúka ferskt basil
 • 1 egg
 • 1 bolli panko brauðrasp
 • 2 msk rifinn parmesan ostur
 • Svartur pipar og salt
 • Ólífuolía til steikingar
 • Pastasósa

Spagettí og zucchini "kjötbollur" Spagettí og zucchini "kjötbollur"

Spagettí og zucchini "kjötbollur"

Spagettí og zucchini "kjötbollur"

Aðferð:

 1. Rífið niður zucchini með stóru rifjárni, setjið það í síupoka eða tusku, saltið zucchini-ið og blandið því vel saman við. Vefjið tuskunni utan um og kreistið mesta safann úr zucchini-inu.
 2. Setjið zucchini-ið í skál.
 3. Rífið niður hvítlauk og bætið út í.
 4. Skerið basilið smátt niður og setjið í skálina ásamt egginu, brauðraspinu og parmesan ostinum, blandið vel saman við.
 5. Kryddið með salt og pipar.
 6. Setjið vatn í pott og hitið að suðu.
 7. Rúllið zucchini deiginu upp í bollur (gott að miða við að hver bolla sé 2 bitar).
 8. Þegar suðan er komin upp í pottinumsetjiði spagettí í pottinn.
 9. Steikið bollurnar upp úr ólífu olíu í um það bil 10 mín.
 10. Setjið pastasósuna út á pönnuna og hitið hana í um það bil 5 mín.
 11. Hellið pastavatninu af spagettíinu og berið fram.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu hana á Instagram með #lindulostæti

Fylgistu með á Instagram!

Spagettí og zucchini "kjötbollur"

Spagettí og zucchini "kjötbollur"

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5