Linda Ben

Spagetti Squash með kjötbollum – Virkilega bragðgott og hollt!

Recipe by
50 mín
| Servings: 4 manns

Gleðilegt nýtt ár! Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að prófa nýjan mat sem ég hef ekki smakkað áður.

Um daginn prófaði ég að elda spagetti squash í fyrsta skipti. Spagetti squash er ákveðin týpa af graskeri en þegar það er eldað fer það í strimla svona eins og spagettí. Það er virkilega hollt, mjög hitaeiningalítið og næringarríkt. Áferðin er virkilega góð, strimlarnir halda sér vel og verða ekki linir. Það er ekkert ákveðið bragð af spagetti squash og því er hægt að nota það með næstum hvaða pastarétti sem er.

_MG_6202

Ég eldaði spagettí squashið með kjötbollum og tómat pastasósu og það hitti alveg beint í mark. Rétturinn var ekkert smá góður! Allir fjölskyldumeðlimir borðuðu yfir sig og gott betur en það. Tilhugsunin um að allir fjölskyldumeðlimir væru að úða í sig hollu grænmeti var æðisleg.

_MG_6207

_MG_6226

Innihald:

  • 1 meðal stórt spaguetti squash
  • salt
  • 3 msk extra virgin ólífu olía
  • 1 gulrót
  • 3 shallot laukar eða einn venjulegur laukur
  • 6 hvítlauksgeirar
  • 1 pakki nautahakk
  • 2 egg
  • 1 bolli brauðteningar
  • 1/2 bolli parmesan ostur
  • 2 stórar krukkur pastasósa (1400 ml)
  • Þurrkað oregano
  • Ferskt basil

_MG_6221

Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 220°C. Skerið squashið í helminga og skafið fræin frá með skeið, setjið álpappír á bökunarplötu og setjið squashið á plötuna, skornu hliðina upp.
  2. Smyrjið squashið með ólífu olíu og dreyfið smá salti yfir. Bakið squashið inn í ofni í 50 mín eða þangað til það er orðið mjúkt.
  3. Á meðan squashið er í ofninum þá eru kjötbollurnar útbúnar. Setjið gulrótina, laukana og hvítlaukana í Nutribullet glas og maukið.
  4. Myljið brauðteninga í Nutribullet glasi.
  5. Setjið hakkið í skál og bætið út í helmingjum af gulrótablöndunni, eggjum,  brauðteninga mulninginn, parmesan ostinum og salti, blandið vel saman.
  6. Hnoðið hakkið í um það bil 25 bollur og setjið á ofnplötu, hafið bollurnar inn í ofninum á meðan sósan er útbúin.
  7. Hitið pönnu og setjið 3 msk af ólífu olíu á pönnuna ásamt afganginum af gulrótablöndunni. Steikið á lágum hita í um það bil 5 mín. Setjið pastasósuna útá og kryddið hana til með salt, pipar, basil og oregano.
  8. Setjið kjötbollurnar út í sósuna og eldið þær í gegn, það tekur um það bil 15 mín.
  9. Á meðan kjötbollurnar eru á pönnunni þá takið þið squash-ið og skafið innihaldið úr því með gaffli, þá sjáiði fallegu spagettí strimlana myndast.
  10. Setjið spagettíið í skál og berið fram með kjötbollunum ásamt parmesan osti og fersku basil.

Spagetti Squas með kjötbollum

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5