Linda Ben

Spicy fiski takkó – Facos

Recipe by
40 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Fisk í matinn | Servings: 3 manns

Spicy fiski takkó – Facos

Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum að nú er í gangi átakið Fisk í matinn þar sem fólk er hvatt til þess að borða meiri fisk. Mér finnst það stórkostlegt átak enda erum við fjölskyldan algjörir fisk unnendur og elskum að borða fisk. Okkur finnst fiskur í fyrsta lagi mjög góður, hann er léttur í maga og ég fýla hversu snögg ég er að elda hann.

Ég vil benda ykkur á síðu átaksins fiskimatinn.is en þar er að finna uppskriftir af klassískum réttum sem vanalega innihalda kjöt en þar er búið að skipta út kjötinu fyrir fisk, stórkostleg hugmynd og góðar uppskriftir sem ég mæli með að prófa. Þessi uppskrift er einmitt af þeirri síðu en ég má til með að deila henni með ykkur hér líka.

Spicy fiski takkó facos

Spicy fiski takkó facos

Spicy fiski takkó – facos

 

 • 50 g gulrætur
 • 150 g hvítkál
 • 150 g rauðkál
 • 50 ml eplaedik
 • 1 stk lime
 • ¼ tsk salt
 • ½ msk sykur
 • 200 g þorskur
 • 2 msk hvítlauksolía
 • 1 msk Sriracha sósa
 • 400 g hveiti
 • 10 g matarsódi
 • 1 tsk salt
 • 500 ml bjór
 • Djúpsteikingarolía
 • Tortilla kökur 6”
 • 1 dl majónes
 • 1 msk Sriracha sósa
 • Ferskt kóríander

Aðferð:

 1. Skerið gulrætur, hvítkál og rauðkál í strimla og steikið á pönnu upp úr olíu, setjið edik, lime, sykur og salt á pönnuna og steikið þar til grænmetið er farið að verða nokkuð mjúkt.
 2. Skerið þorskinn í 5 cm bita. Setjið sriracha sósu og hvæitlauksolíu yfir og hjúpið þorskinn.
 3. Setjið olíu í pott, hún þarf að ná u.þ.b. 5 -7 cm. Hitið olíuna að 180°C.
 4. Blandið saman hveiti, matarsóda, salti og bjór. Setjið fiskinn ofan í deigið og hjúpið hann.
 5. Setjið fiskinn ofan í olíuna, einn bita í einu helst og steikið í u.þ.b. 5 mín eða þar til bitinn er orðinn gullin brúnn. Leyfið olíunni að ná aftur upp í 180°C ef hún hefur kólnað og steikið næsta bita. Takið upp úr olíunni og setjið á eldhúspappír.
 6. Setjið majónes í skál ásamt sriracha sósu og örlítið af salti, blandið saman.
 7. Raðið grænmetinu á vefjurnar fyrst, svo fiskinn, setjið sósuna yfir og svo ferskt kóríander.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Spicy fiski takkó facos

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5