Linda Ben

Sterkt túnfiskasalat

Recipe by
10 mín

Sterkt túnfiskasalat sem þú átt eftir að gera aftur og aftur því hún er svo góð!

Það er afskalega einfalt að búa til þetta túnfiskasalat og auðvelt að stjórna því hversu sterkt salatið er, maður einfaldlega setur minna eða meira af sriracha sósunni og jalapenóinum, gott er að byrja á því að setja lítið og bæta svo meira við eftir á ef manni langar að hafa salatið meira spicy.

sterkt túnfiskasalat vefja

Sterkt túnfiskasalat

  • 1 dós túnfiskur
  • ¾ rauðlaukur
  • 1 rauð paprika
  • 1 jalapenó
  • 3-4 msk majónes
  • 1 msk sriracha sósa
  • 1 tsk soja sósa
  • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Setjið túnfiskinn í skál, skerið rauðlaukinn og paprikuna smátt niður og bætið út í.
  2. Fræ hreinsið jalapenóinn og skerið hann mjög smátt niður og bætið út í.
  3. Setjið majónesið út í skálina ásamt sriracha sósu og soja sósu, blandið öllu vel saman.
  4. Smakkið salatið og bætið út í salt og pipar ef ykkur finnst vanta.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben svo ég sjái afraksturinn.

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

sterkt túnfiskasalat vefja

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5