Linda Ben

Stevía skyr smoothie með berjum

Mér finnst alveg ótrúlega langt síðan ég deildi með ykkur hér smoothie uppskrift en það er eitthvað sem ég borða á nánast hverjum degi. Það er mismunandi hvað ég set í smoothie-ana og hvort ég borða þá með skeið upp úr skál eða drekk úr glasi.

Stevía skyr smoothie skál drykkur með berjum

Ég hvet þig til þess að prófa þessa uppskrift en hún er í uppáhaldi hjá mér, til dæmis seinnipartinn þegar mig langar í eitthvað extra gott.

Stevía skyr smoothie skál drykkur með berjum

Ég set stevía bláberja skyr frá Örnu í þennan smoothie til þess að auka prótein innihaldið, en það sem er sérstaklega gott við þetta skyr er að það inniheldur ekki sykur eins og svo mörg önnur skyr á markaðinum, heldur stevíu. Það er því sætt og gott á bragðið en ekki óhollt.

Stevía skyr smoothie skál drykkur með berjum

Stevía skyr smoothie skál drykkur með berjum

Stevía skyr smoothie með berjum:

  • 1 dós sykurlaust bláberja skyr frá Örnu
  • 1 dl frosið mangó
  • 1 dl frosin jarðaber
  • 1 dl frosin bláber
  • 2 dl vatn

Aðferð:

  1. Setjið öll innihaldsefni saman í blandara og blandið þangað til silkimjúkt krap myndast.
  2. Hellið drykknum í skál eða glas og skreyttu með berjum og myntu.

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

Þessi færsla er kostuð en það hefur þó ekki áhrif á frásögn mína.

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5