Linda Ben

Stökkt og bragðmikið kjúklingasalat með haustlegu yfirbragði

Recipe by
30 mín
| Servings: 3 manns

Stökkt og bragðmikið kjúklingasalat með haustlegu yfirbragði. Það er einfalt að smella því saman og er afskaplega bragðgott.

stökkt og bragðmikið kjúklingasalat

Stökkt og bragðmikið kjúklingasalat

 • 6 úrbeinuð klúklingalæri
 • Kjúklingakryddblanda
 • 1 búnt grænkál
 • 1 stk gulrót
 • 1 stk rauð paprika
 • 1 stk rautt epli
 • 1 msk furuhnetur
 • 1 dl fetaostur
 • Hvitlaukssósa

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C og undir+yfir.
 2. Kryddið kjúklingalærin vel með kryddinu, setjið þau í eldfastmót og bakið þar til þau eru elduð í gegn, u.þ.b. 30 mín.
 3. Á meðan kjúklingurinn er inn í ofninum, skerið þá grænmetið og eplið smátt niður, flysjið gulræturnar í strimla með grænmetisflysjara.
 4. Raðið grænmetinu á disk, skerið kjúklinginn smátt niður og dreifið yfir.
 5. Dreifið furuhnetum og fetaosti yfir salatið og berið fram með hvítlaukssósu.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

stökkt og bragðmikið kjúklingasalat

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5