Linda Ben

Stór súkkulabitakaka með mjúkri karamellu miðju

Recipe by
45 mín

Stór súkkulabitakaka með mjúkri karamellu miðju og er borin fram með ís.

Súkkulaðibitakakan er í bökuð í pönnu sem gerir endana og botninn á kökunni extra chewie og djúsí, svolítið eins og endar á pönnupizzu. Ekki örvænta þó þú eigir ekki pönnu sem má fara inn í ofn, það er í góðu lagi að baka hana í kökuformi ❤️

Ef það má flokka einhverja köku sem djúsí þá fer þessi kaka efst á lista!

Hún er hlaðin súkkulaðibitum svo þessi skilur engan súkkulaðiaðdáandann eftir svikinn.

Stór súkkulaðibitakaka í pönnu

Stór súkkulaðibitakaka í pönnu

Stór súkkulaðibitakaka í pönnu

Stór súkkulaðibitakaka

Stór súkkulaðibitakaka

Stór súkkulaðibitakaka

Stór súkkulaðibitakaka

Stór súkkulaðibitakaka

Stór súkkulaðibitakaka

Stór súkkulaðibitakaka

Stór súkkulabitakaka með mjúkri karamellu miðju

 • 220 g mjúkt smjör
 • 2 dl sykur
 • 1 dl púðursykur
 • 2 egg
 • 1 tsk vanilludropar
 • 1 ½ tsk lyftiduft
 • ½ tsk salt
 • 6 dl hveiti
 • 250 g súkkulaði
 • 100 g rjómakaramellur
 • ½ dl rjómi

Aðferð

Hægt er að sjá aðferðina sem highligts myndband á Instagraminu mínu Linda Ben.

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C og undir+yfir hita.
 2. Hrærið smjörið, sykurinn og púðursykurinn vel saman.
 3. Bætið eggjunum út í, eitt í einu og hrærið vel.
 4. Bætið vanilludropunum saman við og hrærið vel.
 5. Bætið því næst lyftidufti, salti og hveitinu út í og blandið varlega saman.
 6. Skerið súkkulaðið niður ef þið notið súkkulaðiplötur og bætið því út í og hrærið þar til allt hefur blandast saman.
 7. Smyrjið 20 cm formið vel með smjöri, setjið helminginn af deiginu í formið.
 8. Setjið karamellurnar og rjómann í pott og bræðið saman. Hellið yfir deigið í forminu og setjið restina af deiginu yfir. Bakið inn í ofni þar til kakan verður gullin brún eða í u.þ.b. 20-25 mín.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Stór súkkulaðibitakaka

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5