Linda Ben

Stórkostleg súkkulaði og jarðaberja terta

Recipe by
Mælum þessa köku ekki í tíma heldur gleði
| Servings: 15 manns

_MG_9017

Tengdapabbi var 60 ára um daginn og skellti ég að sjálfsögðu í tertu að tilefni þess. Ég elska þegar ég fæ tækifæri til þess að baka köku og nýt mín 100% í því að skreyta kökuna.

_MG_8999

Hugmyndina af þessari köku fékk ég í bók sem ég keypti mér nýlega en hún heitir I‘m Just Here For Dessert eftir Caroline Khoo sem á Nectar and Stone kökubúðina í Ástralíu. Hún heldur úti einum fallegasta Instagram aðgangi sem ég veit um og kynntist ég henni einmitt í gegnum Instagram. Hún Caz er alveg dásmleg manneskja, svo ótrúlega hæfileikarík og það virðist sem að hugmyndaflug hennar eigi sér engin takmörk þegar kemur að því að skreyta kökur. Ég keypti mér bókina hennar á meðan hún var ennþá forsölu, áður en hún var gefin út, en því miður varð smá vesen á sendingunni frá Ástralíu og því er ég bara nýbúin að fá hana í hendurnar. Ég mæli því með að þið kaupið hana í gegnum Amazon UK ef þið hafið áhuga á bókinni.

_MG_8984

Í bókinni fjallar Caz um það hvernig hún ákvað að mastera einfaldar uppskriftir (það eru aðeins 11 uppskriftir í bókinni) vera svo með nokkrar útfærslur á þessum einföldu uppskriftum, til þess að geta einbeitt sér og leyft sköpunargleðinni að njóta sín í skreytingunum. Hún hleypir manni svo fallega inn í hugarheim sinn (alveg dásamlegur penni) og lýsir því hvernig hún fer að því að skreyta eftirréttina sína svona fallega. Ég gæti því ekki mælt meira með þessari bók fyrir alla sem hafa áhuga á eftirrétta og matargerð.

_MG_9001

Það er nefninlega þannig að þegar kökur eru skreyttar er um að gera að leyfa sköpunargleðinni að njóta sín. Hvað er það sem þér finnst fallegt, hvernig líður þér, hvaða andrúmlofti viltu ná fram í kökunni? Nota svo þá liti sem manni finnst fallegir og passa við þemað (það er til dæmis hægt að skipta út kakókinu í þessari krem uppskrift fyrir vanilludropa og matarlit) en það er gott að raða saman litunum fyrst til að sjá hvort þeir passi ekki örugglega saman og skreyta alveg eins og maður vill.

Það er allavega það sem ég gerði. Það eina sem ég vissi þegar ég byrjaði að skreyta kökuna var að ég vildi hafa hana milda, einfalda en stórglæsilega. Með því að búa til nokkur lög af skreytinum sem eru samt öll einföld í útliti útaf fyrir sig, fannst mér ég takast að ná markmiðinu mínu.

_MG_9005

 

Leyfið persónuleika ykkar að skína í gegn út úr kökunni. Ég gerði það til dæmis með því að skilja eftir smá far eftir spatúluna þegar ég slétti úr kreminu á hliðum kökunnar, en ef þið viljið hafa allt slétt og fullkomið þá sléttiði kökuna þangað til þið náið markmiði ykkar. Ekki gleyma þó að það er fegurð sem leynist í litlu “göllunum” og skapa persónuleika. Einnig er mikilvægt að muna að þó svo að þú hafðir kannski aðra sýn á því hvernig kakan hefði átt að líta út áður en þú byrjaðir, þá eru samt allar líkur á að kakan sé stórglæsileg. Enginn veit heldur nákvæmlega hvernig þú ætlaðir að hafa hana, heldur sjá það stórkostlega sem þú gerðir.

_MG_9011

Súkkulaði og jarðaberja terta

  • 450 g hveiti
  • 75 g möndlumjöl
  • 4½ tsk lyftiduft
  • 1 tsk salt
  • 350 g smjör
  • 525 g sykur
  • 6 egg
  • 345 ml nýmjólk
  • 1 tsk jarðaberjadropar og 2 dropar ljós bleikur matarlitur (hægt að skipta út jarðaberjadropum fyrir 2-3 jarðaber, sjá texta hér fyrir neðan)
  • 20 g kakó

Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 170°C og á viftu.
  2. Smyrjið 21 cm smelluform með þunnu lagi af smjöri, það er gott að dreifa smá hveiti yfir smjörið.
  3. Blandið öllum þurrefnunum, fyrir utan sykurinn, saman í skál.
  4. Þeytið saman smjör og sykur í skál þangað til blandan verður létt og loftmikil.
  5. Bætið einu eggi í einu út í smjörblönuna í einu og þeytið vel saman á milli.
  6. Út í smjörblönduna, skiptist á að setja þurrefnablöndu og mjólk út í deigið, með hrærivélina í gangi.
  7. Skiptið deiginu í 3 hluta. Í tvo hluta setjiði kakó og blandið vel saman við. Í hinn hlutann setjiði 1 tsk af jarðaberjadropum og ljós bleikan matarlit. Ef þið finnið ekki jarðaberjadropa þá skeriði 2-3 jarðaber í mjög litla bita og setjið út í deigið og blandið vel saman við. Þið gætuð þurft að baka jarðaberjabotninn aðeins lengur svo fylgist vel með.
  8. Setjið einn hlutan ofan í kökuformið og bakið í um það bil 45 mín (gott að athuga eftir 40 mín hvort hún eigi langt eftir), takið kökuna úr forminu eftir 10 mín og endurtakið svo fyrir hina hlutana.
  9. Látið alla kökubotnana kólna, á meðan útbúið þið kremið.
  10. Skerið toppana af botnunum svo þeir séu sléttir og allir jafn þykkir.

_MG_8964

_MG_8993

Ég reyndi að lýsa því eins nákvæmlega og ég gat, hvernig ég skreytti kökuna. Ég mæli með að þið lesið textan og horfið á myndina til skiptis ef þið viljið endurgera þessa skreytingu. Rauði þráðurinn í skreytingunni er að vera með þrjá mismunandi liti af kremum í þremur sprautupokum með mismunandi stútum.

Krem og skraut:

  • 500 g Smjör
  • 800 g Flórsykur
  • 1 dl rjómi
  • 6-8 jarðaber
  • 2 msk kakó
  • 1 plata súkkulaði frá Omnom
  • Hvítt kökuskraut

Aðferð:

  1. Þreytið smjörið þangað til það verður létt og loftmikið.
  2. Bætið flórsyrinum út í í skömmtum og þreytið vel á milli.
  3. Hellið rjómanum út í kremið í mjórri bunu og þeytið vel saman við.
  4. Skiptið kreminu í 3 hluta.
  5. Skerið jarðaberin smátt niður og blandið þeim saman við 1 hlutan.
  6. Smyrjið jarðaberjakreminu á milli botnanna. Setjið fyrst súkkulaði botninn á kökudiskinn, smyrjið helmingnum af jarðaberjakreminu, setjið jarðaberjabotninn á kökuna og smyrjið restinni af jarðaberjakreminu á kökuna. Setjið seinni súkkulaðibotninn á kökuna.
  7. Takið 2 dl af hreina kreminu og leggið til hliðar. Blandið 2 msk af kakó út í restina af kreminu (báða hlutana) og blandið vel saman við. Takið 5 dl af kakó kreminu. Takið 2 dl af því (skiljið hina 3 dl eftir og leggið til hliðar) og bætið úr í brúnum matarlit (byrjið á 1-2 dropum í einu) þangað til kremið er tóni dekkra en venjulega kakó kremið.
  8. Smyrjið ljósa kakókreminu utan um alla kökuna, jafnt og eins slétt og hægt er. Gott er að setja kremið í sprautupoka með stórum hringlaga stút eins og til dæmis Wilton 2A, sprauta alla kökuna létt og jafna kremið svo út með spatúlu eða bakhlið hnífs.
  9. Setjið það sem þið tókuð til hliðar af ljósa kreminu og setjið í sprautupoka með stút nr. 2D frá Wilton. Setjið hvíta kremið í sprautupoka með stút nr. 4B og setjið dökka kakókremið í sprautupoka með stút nr. 199. (þið getið líka notað aðra sprautustúta sem þið eigið jafnvel til heima).
  10. Hér er gott að nota hugmyndaflugið og gera það sem ykkur finnst fallegt. Ef þið viljið endurgera mína skreytingu þá skreytti ég kökuna svona (verið dugleg að horfa á myndina og bera saman við textann svo þetta sé auðveldara fyrir ykkur):
  11. Byrjið á því að sprauta smá af ljós kreminu og dökka kreminu hér og þar á hliðum kökunnar, alls ekki mikið, notið svo spatúlu eða bakhlið hnífs til að slétta úr kreminu.
  12. Takið svo ljós brúna kremið, sprautið í hring og upp svo myndist toppur. Byrjið á einum, gerið svo annan beint á móti hinum megin á kökunni, gerið þriðja 45º til hliðar og fjórða toppinn beint á móti honum.
  13. Næst takið þið ljósa kremið, sprautið eina stóra doppu hliðiná ljós brúna toppinum, sprautið dökk brúna doppu hliðiná henni og aðra minni ofan á ljósu doppuna. Setjið svo ljósa ofan á dökku og svo aftur litla dökka. Setjið svo ljósa doppu upp á milli og aðra dökka.
  14. Brjótið Omnom súkkulaðið í stóra og grófa bita og raðið þeim ofan á dökku doppuna sem þið sprautuðuð seinast. Skreytið með hvítu kökuskrauti ofan á doppurnar, flott að hafa það svolítið frjálslegt sem þið náið með því að hafa hendina svolítið ofarlega þegar þið látið kökuskrautið detta.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

 Fylgistu með á Instagram!

_MG_9001

Ég vona innilega að þið hafið haft gaman að!

Ykkar, Linda Ben

One Review

  1. Anna

    Ég prufaði að gera þessa og và kremið er æðislegt!! Takk fyrir mig 🙂

    Star

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5