Linda Ben

Súkkulaði french toast með berjum, kókos og möndlum

Recipe by
20 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Nathan&Olsen | Servings: u.þ.b. 3-4 manns

Súkkulaði french toast með berjum, kókos og möndlum er frábær réttur á morgunverðarborðið.

Ég geri mér mjög oft French toast, ég elska hversu einfaldur og fljótlegur þessi réttur er og útkoman er alltaf góð!

Til þess að gera súkkulaði french toast þarf maður einfaldlega að hræra saman tvö egg og hella Cocio súkkulaðimjólk út á, láta brauð liggja í blöndunni í 1 mín og steikja svo brauðið.

Cocio súkkulaðimjólkina ættum við flest að þekkja en hún er fræg fyrir sitt himneska súkkulaðibragð sem gerir hana fullkomna í þennan rétt. Mjólkin hefur verið eins frá því árið 1951 og er alltaf í sömu umhverfisvænu glerflöskunum sem mér finnst svo fallegar og gaman að bera þær fram á morgunverðarborðið. Það er líka gaman að segja frá því að í Cocio mjókinni er bara kakó, mjólk og sykur, ekkert annað.

Það er svo gaman að bera french toast með allskonar berjum, ávöxtum, hnetum og fræjum, súkkulaðisósu eða hlynsírópi, allt eftir því hvað manni finnst gott og í hvernig fýling maður er í.

Ég bar súkkulaði french toastið fram með berjum, smá súkkulaði sósu, kókos og möndlum sem var ótrúlega gott! Ég notaði möndlur og kókos frá Til hamingju sem er breið vörulína með allskonar og hollum og góðum vörum en maður þekkir þær vörur á líflegum umbúðum sem eru litríkar og með brosi.

Súkkulaði french toast

Súkkulaði french toast

Súkkulaði french toast

Súkkulaði french toast

Súkkulaði french toast

Nákvæmt aðferðarmyndband er að finna á Instagram.com/lindaben í “🍫french toast” highlights.

 • 1 stk Cocio súkkulaðimjólk
 • 2 egg
 • 6 stk brauðsneiðar
 • Brómber
 • Kókos frá Til hamingju
 • Möndlur frá Til hamingju
 • Súkkulaðisósa

Aðferð:

 1. Setjið egg í frekar lítið eldfast mót (nógu stórt fyrir eina brauðsneið) og hrærið þau saman, hellið súkkulaðimjólkinni út á og hrærið saman. Leyfið brauðinu að liggja í 1 mín, snúið því eftir hálfa mínútu.
 2. Steikið brauðið á pönnu í u.þ.b. 2 mín á hvorri hlið.
 3. Endurtakið fyrir restina af brauðinu.
 4. Berið fram með brómberjum, möndlum, kókos og súkkulaðisósu.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben svo ég sjái afraksturinn.

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Súkkulaði french toast

 

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5