Linda Ben

Súkkulaði og karamellukurls hafraklattar

Recipe by
30 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Nóa Síríus | Servings: u.þ.b. 26 kökur

Dásamlega góðir hafraklattar sem við elskum svo mörg með Síríus sælkerabaksturs suðusúkkulaðibitum og karamellukurli. Algjörlega ómótstæðilegar smákökur sem ég mæli með að þú prófir.

Spurning sem ég fæ hvað oftast er hvar er hægt að kaupa kæligrind eins og ég nota svo oft, það er þvi gaman að segja frá því að núna getur þú keypt kæligrind hér.

Súkkulaði og karamellukurls hafraklattar

Súkkulaði og karamellukurls hafraklattar

Súkkulaði og karamellukurls hafraklattar

Súkkulaði og karamellukurls hafraklattar

Súkkulaði og karamellukurls hafraklattar

  • 250 g smjör
  • 180 g púðursykur
  • 100 g sykur
  • 2 egg
  • 200 g hveiti
  • ½ tsk lyftiduft
  • ½ tsk matarsódi
  • ½ tsk salt
  • 250 g haframjöl
  • 150 g Síríus sælkerabaksturs karamellukurl
  • 150 g Síríus sælkerabaksturs suðusúkkulaðidropar

Aðferð:

  • Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir og yfir hita.
  • Þeytið smjör og sykur mjög vel þar til létt og ljóst.
  • Bætið þá eggjunum út í, eitt í einu og hrærið.
  • Blandið saman hveiti, lyftidufti, matarsóda, salti og haframjöli, bætið svo út í deigið og hrærið þar til blandað saman.
  • Bætið út í suðusúkkulaðidrounum og karamellukurlinu og hrærið þar til blandað saman.
  • Rúllið deiginu upp í kúlur, u.þ.b. 35 g hver (ein matskeið) og raðið á ofnplötu með smjörpappír.
  • Bakið í u.þ.b. 14-15 mín eða þar til úthringirnir eru byrjaðir að brúnast.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Súkkulaði og karamellukurls hafraklattar

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5