Linda Ben

Súkkulaði og möndlu orkustangir

Recipe by
1 klst og 30 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Nóa Síríus | Servings: U.þ.b. 11 stangir

Súkkulaði og möndlu orkustangir.

Ég er alltaf að leita mér að hollu og góðu millimáli til að narta í og þess vegna hef ég verið að þróa þessar einstaklega góðu orkustangir. Þær sem eru stútfullar af góðri næringu en seðjar á sama tíma alla sætuþörf. Þær eru ótrúlega djúsí og góðar!

Hnetur og fræ leika aðalhlutverk í þessum orkustöngum ásamt döðlum, kakói og síríus suðusúkkulaði, blanda sem einfaldlega getur ekki klikkað!

Ég er svo spennt að heyra hvað þér finnst um þessar stangir, svo láttu mig þá endilega vita í athugasemd hér fyrir neðan, eða á instagram, ef þú prófar

Súkkulaði og möndlu orkustykki

Súkkulaði og möndlu orkustykki

Súkkulaði og möndlu orkustangir

  • 300 g döðlur
  • 2 msk hunang
  • 2 msk kókosolía
  • 10 g Síríus sælkerabakstur kakóduft
  • 200 g haframjöl
  • 70 g möndlur saxaðar
  • 60 g graskersfræ
  • Klípa salt
  • 30 g kókosflögur
  • 200 g Síríus suðusúkkulaði frá Nóa Síríus
  • 30 g möndlur smátt saxaðar sem skraut

Aðferð:

  1. Setjið döðlurnar í pott og látið vatn í pottinn þannig það rétt flýtur yfir döðlurnar. Sjóðið í 5 mín.
  2. Kveikið á ofninum og stillið á 180°C, undir og yfir hita.
  3. Setjið soðnu döðlurnar í blandara ásamt ca. ½ dl af soðinu. Bætið út í blandarann kókosolíunni, hunanginu og kakóinu. Blandið þar til orðið að mjúku mauki.
  4. Setjið haframjöl í stóra skál ásamt söxuðum möndlum, graskersfræjum salti og kókosflögum. Blandið öllu vel saman.
  5. Takið form sem er 10×30 cm, 20×20 cm eða álíka stórt form, eftir hvað þið eigið til heima. Setjið smjörpappír í formið og pressið deiginu í botninn. Bakið í 15 mín.
  6. Bræðið súkkulaðið og dreifið því yfir ásamt söxuðu möndlunum. Setjið inn í frysti í u.þ.b. 30 mín eða þar til súkkulaðið hefur stirðnað. Skerið í bita og njótið!

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Súkkulaði og möndlu orkustykki

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5