Linda Ben

Súkkulaði pönnukökur með rjómasúkkulaðisósu

Recipe by
30 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Nóa Síríus | Servings: 10 pönnukökur

Þegar við vorum á Spáni um daginn fórum við á æðislegan brunch stað. Við pöntuðum okkur nokkar rétti til að smakka og einn af þeim réttum var súkkulaðipönnukökur með súkkulaðisósu. Við vorum svo ótrúlega hrifin af þessum rétti og hef ég verið að vinna í að endurgera þennan rétt síðan og loksins tókst það!

Þessar súkkulaðipönnukökur eru svo ótrúlega góðar. Þykkar og flöffý súkkulaðipönnukökurnar verða algjörlega ómótstæðilegar með lljúffri rjómasúkkulaðisósunni. Borið fram með jarðaberjum, bláberjum og granóla. Fyrir þá sem vilja gera extra vel við sig þá mæli ég einnig með að smella vanillu ískúlu ofan á pönnukökurnar.

Súkkulaði pönnukökur með rjómasúkkulaðihjúp

Súkkulaði pönnukökur með rjómasúkkulaðihjúp

Súkkulaði pönnukökur með rjómasúkkulaðihjúp

Súkkulaði pönnukökur með rjómasúkkulaðihjúp

Súkkulaði pönnukökur með rjómasúkkulaðisósu

Súkkulaði pönnukökur

  • 250 g hveiti
  • 2 msk Síríus kakóoduft
  • 3 tsk lyftiduft
  • ½ tsk salt
  • 1 dl sykur
  • 1 egg
  • 250 ml mjólk
  • 60 g brætt smjör

Aðferð:

  1. Blandið öllum þurrefnunum saman
  2. Blandið saman mjólkinni og brædda smjörinu og blandið því út í þurrefnin ásamt egginu.
  3. Hrærið vel saman þangað til blandan verður nánast kekklaus.
  4. Steikið 1 dl í af deigi í einu á meðal heitri pönnukökupönnu og steikið á báðum hliðum

Súkkulaðisósa

  • 300 g Sírríus rjómasúkkulaði
  • 200 ml rjómi

Aðferð:

  1. Skerið súkkulaðið niður og setjið í skál.
  2. Hitið rjómann að suðu (ekki sjóða) og hellið honum yfir súkkulaðið. Hrærið varlega saman þar til allt súkkulaðið hefur bráðnað og sósan samlagast.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5