Linda Ben

Ofur einfaldir grillaðir kjúklingavængir með gráðosta sósu

sumar forréttur, ofur einfaldir grillaðir kjúklingavængir

sumar forréttur, ofur einfaldir grillaðir kjúklingavængir

sumar forréttur, ofur einfaldir grillaðir kjúklingavængir

Þetta er réttur sem við grípum oft í þegar við erum á hraðferð sem gerist ekki svo sjaldan, hvort sem það er í hádegismat eða kvöldmat. Einnig er þetta kjörin forréttur þegar meira liggur við.

Það er hægt að elda þennan rétt bæði á grilli og inn í ofni, allt eftir því hvað hentar þér best.

Þetta er einn einfaldasti réttur sem sögur fara af, einfaldlega hita foreldaða kjúklingavængi upp með smá gúrm toppings. Hingað til hefur alltaf verið mesta vesenið að gera gráðostasósuna en nú er það vesen úr sögunni þar sem E. Finnsson er kominn með alveg frábæra gráðostasósu sem er alveg hrikalega góð með grilluðum kjúklingavængjum. Þið verðið bara að smakka þessa!

Gráðostasósan er einmitt líka nýjasta æðið á þessu heimili ofan á pizzu en það er alveg ótrúlega gott! Sérstaklega ef pizzan er smá sterk, það er bara eitthvað við það að blanda saman einhverju sterku og gráðostasósu, alltof gott og hlakka ég til að prófa mig áfram með þessa sósu í framtíðinni.

Ofur einfaldir grillaðir kjúklingavængir

  • Foreldaðir kjúklingavængir
  • Heit kjúklingavængja sósa (má sleppa)
  • 1 grænn chillí
  • ¼ rauðlaukur smátt skorinn
  • 1 msk sesam fræ
  • E. Finnsson gráðosta sósa

Aðferð

  1. Kveikið á grillinu (má líka hita í ofni, kveikið þá á ofninum)
  2. Veltið forelduðu kjúklingavængjunum upp úr heitri kjúklingavængja sósu ef þið viljið hafa þá extra heita. Setjið í fat sem má fara á grill.
  3. Skerið grænan chillí og rauðlauk smátt niður, raðið yfir kjúklingavængina ásamt sesam fræjum, setjið fatið á grillið og veltið reglulega í fatinu þar til allt er orðið heitt í gegn (ef hitað er í ofni, gerið það sama).
  4. Berið fram með nóg af E. finnsson gráðosta sósu

sumar forréttur, ofur einfaldir grillaðir kjúklingavængir

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5