Linda Ben

Super nachos sem er hollara en þig grunar

Recipe by
25 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Finn Crisp á Íslandi

Super nachos sem er hollara en þig grunar sem er hlaðið grænmeti og djúsí osti.

Ég er mikill aðdáandi Finn Crsip snakksins, það er alveg hrikalega bragðgott en það besta er að það er talsvert hollara en venjulegt snakk. Það er 100% heilkorna sem gerir það að verkum að það er vel stökkt. Einnig inniheldur það u.þ.b. 50% minni fitu en venjulegt snakk.

Kryddið á bláa Finn Crisp snakkinu minnir mig mikið á bláa Doritosið sem eflaust margir kannast við, nema Finn Crisp snakkið er eins og áður sagði, töluvert hollara.

Það virkar alveg ótrúlega vel að nota Finn Crisp snakkið í super nachos þar sem Finn Crisp flögurnar eru sterkari en hefðbundnar maísflögur sem þýðir að það er auðveldara að taka flögurnar upp án þess að þær brotni. Eins blotna flögurnar ekki eins mikið og haldast því frekar krönsí og góðar þó þær séu þakktar í osti og sósu. Bláa Creamy Ranch bragðtegundin smellpassar í nachos og á heildina litið er þetta alveg skotheldur réttur sem enginn nachos aðdáandi má láta fram hjá sér fara.

Super nachos sem er hollara en þig grunar

 

Super nachos sem er hollara en þig grunar

Super nachos sem er hollara en þig grunar

Super nachos sem er hollara en þig grunar

 • 150 g Finn Crisp snakk Creamy Ranch
 • 1 dós pinto baunir (400 g dós)
 • 200 g rifinn ostur
 • ½ rauð paprika
 • u.þ.b. 50 g niðursoðið jalapenó í sneiðum (meira ef þér finnst jalapenó mjög gott, annars minna)
 • 100 g kirsuberjatómatar
 • U.þ.b. 150 g sýrður rjómi
 • Ferkst kóríander

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C og undir+yfir hita.
 2. Setjið smjörpappír á ofnplötu og raðið snakkinu á pllötuna.
 3. Skolið pinto baunirnar og þerrið þær svo þær séu ekki mjög blautar. Raðið yfir snakkið. Dreifið ostinum svo yfir.
 4. Skerið paprikuna smátt niður og dreifið yfir ásamt jalapenóinu.
 5. Bakið inn í ofni í 15-20 mín eða þar til osturinn hefur bráðnað.
 6. Skerið tómatana niður og kóríanderið á meðan nachosið er inn í ofninum.
 7. Þegar nachosið er orðið bakað dreifið þá tómötum, kóríander og sýrðum rjóma yfir, berið fram rjúkandi heitt.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

Super nachos sem er hollara en þig grunar

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5