Linda Ben

Svartbauna quesadilla 

Recipe by
15 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur | Servings: 3 manns

Svartbauna quesadilla.

Í fyrstu gætu þessar svartbauna quesadilla litið nokkuð ómerkilega út, en því fer fjarri þegar kemur að bragði!

Þær eru ótrúlega einfaldar að gera og bragðast stórkostlega. Þessi réttur er í uppáhaldi hjá mér þessa dagana þegar ég er í stuði til að fá matinn hratt á borðið án þess að þurfa eyða miklum tíma í að matbúa hann.

Svartbauna quesadilla 

Svartbauna quesadilla 

Svartbauna quesadilla 

Svartbauna quesadilla 

Svartbauna quesadilla 

Svartbauna quesadilla

 • Vefjur (ég nota 6″)
 • Svartar baunir í dós (400 g)
 • U.þ.b. 2 msk Taco krydd
 • 230 g mozzarella með pipar kryddosti frá Örnu Mjólkurvörum
 • 2 msk olía
 • Grískt jógúrt frá Örnu Mjólkurvörum
 • Kirsuberjatómatar
 • Ferkt kóríander

Aðferð:

 1. Stappið baunirnar og blandið við þær taco kryddi.
 2. Setjið vel af osti á vefjurnar og baunamauki yfir, lokið vefjunum og steikið á pönnu upp úr olíu á báðum hliðum við vægan hita þar til baunirnar eru orðnar heitar í gegn og osturinn bráðnaður.
 3. Berið fram með grísku jógúrti, kirsuberjatómötum og kóríander.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Svartbauna quesadilla 

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5