Linda Ben

Sykurlausar súkkulaðibombubollur

Recipe by
2 klst
Cook: Unnið í samstarfi við Good Good

Hér höfum við skotheldar súkkulaðibollur sem eru alveg lausar við viðbættan sykur. Það kemur í ljós að sykur í bollum er ekki ómissandi! Þær eru afskaplega bragðgóðar og rjóminn sérstaklega ljúffengur með súkkilaðismjörinu frá Good Good.

Súkkulaðirjóminn passar alveg dásamlega vel með sykurlausu jarðaberjasultunni og fersku jarðaberjunum. Enda eru súkkulaði og jarðaber alveg skotheld blanda eins og við flest vitum.

Sykurlausar súkkulaðibombubollur

  • Vatnsdeigsbollur (uppskrift hér fyrir neðan)
  • Sykurlaus jarðaberjasulta frá Good Good
  • 6 msk sykurlaus Choco Hazel súkkulaðismyrja frá Good Good + meira til að smyrja ofan á bollurnar
  • 500 ml rjómi (skipt í 100 ml og 400 ml)
  • Jarðaber

Aðferð:

  1. Hitið 100 ml rjóma að suðu, setjið súkkulaðismjörið í skál og hellið heitum rjómanum yfir súkkulaðismjörið og hrærið saman þar til samlagað.
  2. Þeytið 400 ml rjóma létt (ekki klára að þeyta hann), bætið súkkulaðismjörsblöndunni rólega út í létt þeytta rjómann og þeytið áfram þar til hann er orðinn full þeyttur.
  3. Skerið bollurnar í helminga, setjið vel af jarðaberjasultu í botninn. Skerið jarðaberin í sneiðar og setjið ofan á sultuna.
  4. Setjið súkkulaðirjómann ofan á jarðaberin og lokið bollunum.
  5. Hitið u.þ.b. 2 msk af súkkulaðismjörinu í örbylgju í u.þ.b. 30 sek. Hrærið saman og smyrjið u.þ.b. 1-2 tsk af súkkulaðismjöri ofan á hverja bollu.

Sykurlausar vatnsdeigsbollur

  • 125 g smjör
  • 1 msk Sweet like sugar sykur frá Good Good
  • 275 ml vatn
  • 170 g hveiti
  • 1 tsk lyftiduft
  • ½ tsk salt
  • 3-4 egg

Aðferð:

  1. Kveiktu á ofninum og stilltu á 180°C og blástur.
  2. Smjör, sykur og vatn er sett í pott og soðið saman í 2-3 mín. Slökktu svo undir pottinum.
  3. Hveiti, lyftiduft og salt er sett í skál, bættu því út í smjör-vatnið og hrærðu vel saman með sleif. Deigið á að vera þétt og lyftast upp frá brúnum pottsins. Láttu standa í 5 mín. Færðu deigið í hrærivél.
  4. Settu þrjú egg út í deigið, eitt og eitt í einu og hrærðu þau vel saman við deigið. Vegna þess að egg eru misttór eru mismunandi hversu mikið þú þarft af seinasta egginu. Áferðin á deiginu á að vera þannig að deigið lekur hægt og svolítið erfiðlega af sleifinni á nokkrum sekúndum. Deigið á að halda nokkurveginn sömu lögun eftir að þú setur það á plötuna en ekki leka út og verða flatt. Settu seinasta eggið í litla skál og hrærðu það saman. Settu 1 msk af egginu í einu út í og hrærið vel á milli þangað til þú ert komin með rétta áferð á deigið.
  5. Settu smjörpappír á ofnplötu og settu deigið í sprautupoka eða matskeiðar til að útbúa bollurnar (2 msk ein bolla). Hafðu gott pláss á milli bollanna því þær stækka mikið í ofninum, gott að miða við um það bil 12 bollur á hverja plötu.
  6. Bollurnar eru bakaðar í 20-25 mín en ekki opna ofninn fyrr en allavega 20 mín eru liðnar. Þá er hægt að taka eina út og meta hversu margar mínútur bollurnar eiga eftir, en þú sérð það þegar þú opnar bolluna og sérð hversu blaut hún er inní.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5