Linda Ben

Einfaldur tapas hátíðarkrans

Þessi tapasréttur hentar vel sem forréttur yfir hátíðarnar eða sem réttur á hlaðborð.

Það er afskaplega einfalt að útbúa kransinn, en það eina sem þarf er fallegan bakka og raða svo hráefnunum saman í hring. Ég smellti svo nokkrum hráefnunum saman á pinna til þess að gera það auðveldara að fá sér nokkur hráefni i einu.

Jóla Tapas forréttur jólakrans

Tapas forréttur jólakrans

Jóla Tapas forréttur jólakrans

Einfaldur tapas hátíðarkrans

  • Ferkst basil
  • Hráskinka
  • Grænar ólífur
  • Kirsuberja tómatar
  • Litlar mosarella kúlur
  • Bláber
  • Rósmarín

Aðferð:

  1. Raðið ferska basilinu í hring.
  2. Setjið mosarella kúllur, tómata, ólífur og ½ sneið af hráskinku á hvern pinna. Raðið pinnunum á basil hringinn.
  3. Skreytið með bláberjum og fersku rósmarín.

Jóla Tapas forréttur jólakrans

Jóla Tapas forréttur jólakrans

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5