Linda Ben

Þétt og blaut brownie

Þessi brownie er einstaklega ljúffeng! Hún er extra blaut og þétt en það besta er að hún er alls ekki óholl. Það er merkilega lítill sykur í uppskriftinni en það er samt ekki hægt að finna það á bragðinu. Kakan er glútein laus en hún inniheldur möndlumjöl í staðin fyrir hvítt hveiti.

Þessi er fullkomin í helgarbaksturinn ef þú spyrð mig!

þétt og blaut brownie sem er líka holl

þétt og blaut brownie sem er líka holl

þétt og blaut brownie sem er líka holl

Þétt og blaut brownie

  • 175 g dökkt súkkulaði
  • 60 g smjör/smjörlíki
  • 1 ½ dl sykur
  • 350 g Kaffi og súkkulaði grísk jógúrt frá Örnu Mjólkurvörum (ein full dós og 3/4 af annari)
  • 2 tsk vanilludropar
  • 4 egg
  • 1 ¼ dl möndlumjöl
  • 1 ¼ dl kakó
  • ½ tsk sjávarsalt

Krem

  • 200 g dökkt súkkulaði
  • 2 dl rjómi frá Örnu Mjólkurvörum

Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 175°C, undir og yfir hita.
  2. Bræðið saman súkkulaðið og smjörið yfir vatnsbaði eða inn í örbylgju og blandið saman saman. Bætið sykrinum saman við ásamt gríska jógúrtinu og vanilludropunum, blandið saman. Setjið eitt egg út í í einu og hrærið á milli.
  3. Blandið saman möndlumjöli, kakóinu og sjávarsalti í aðra skál og bætið því svo saman við súkkulaðiblönduna.
  4. Smyrjið 25×25 form og hellið deiginu í formið. Bakið inn í ofni í 30-40 mín eða þar til endarnir eru byrjaðir að losna frá hliðum formsins.
  5. Á meðan kakan er inn í ofninum búið þá til kremið. Hitið rjóma í potti þar til hann er nánast byrjaður að sjóða. Setjið súkkulaðið í skál og hellið heitum rjómanum yfir súkkulaðið, hrærið saman þar til krem myndast.
  6. Takið kökuna úr forminu og leyfið henni að kólna á grind, hellið kreminu yfir. Skerið kökuna svo í bita.

þétt og blaut brownie sem er líka holl

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5