Linda Ben

Þrefalt súkkulaði bollakökur (v)

Recipe by
1 1/2 klst
Cook: Unnið í samstarfi við Veru Örnudóttir

Hér höfum við ljúffengar súkkulaðibollakökur sem eru fylltar með dökku súkkulaði og toppaðar með súkkulaðismjörkremi. Bollakökurnar innihalda engar mjólkurafurðir né egg og eru því vegan.

Þrefalt súkkulaði bollakökur

Þrefalt súkkulaði bollakökur

Þrefalt súkkulaði bollakökur Þrefalt súkkulaði bollakökur

Þrefalt súkkulaði bollakökur

 • 200 g hveiti
 • 45 g kakóduft
 • 1 ½ tsk matarsódi
 • ½ tsk salt
 • 100 g sykur
 • 100 g púðursykur
 • 250 ml hafrajógúrt frá Veru Örnudóttir með súkkulaði og ferskju
 • 100 ml bragðlítil olía (ég nota sólblómaolíu)
 • 2 tsk vanilludropar
 • 3 msk eplamauk
 • 1 msk eplaedik

Súkkulaðifylling

 • 200 g dökkt súkkulaði
 • 1 dl jurtarjómi

Súkkulaðismjörkremi

 • 400 g vegan smjör (mjúkt)
 • 500 g flórsykur
 • 50 g kakóduft

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 180°C, undir og yfir hita.
 2. Blandið saman hveiti, kakó, matarsóda, salti, sykri og púðursykri.
 3. Bætið út í hafrajógúrti, olíu, vanilludropum, eplamauki og eplaediki. Hrærið þar til allt hefur blandast saman.
 4. Setjið pappírsbollakökuform í bollakökuálbakka og setjið deigið í formin, fyllið upp 2/3 formsins. Bakið í u.þ.b. 20 mín eða þar til kökurnar eru bakaðar í gegn.
 5. Kælið kökurnar, útbúið súkkulaðifyllinguna og kremið.
 6. Bræðið dökka súkkulaðið mjög varlega saman við rjómann, kælið þar til orðið stíft.
 7. Setjið vegan smjörið í skál og þeytið það þar til það er alveg mjúkt og loftmikið, bætið þá flórsykrinum og kakóduftinu út í og þeytið þar til kremið verður aftur létt og mjúkt.
 8. Skerið ofan í hverja bollaköku þannig að myndist lítil hola í hverri köku. Setjið súkkulaðirjómablönduna í sprautupoka og sprautið ofan í hverja köku.
 9. Setjið kremið í sprautupoka með stórum opnum stjörnustút og sprautið kremi á hverja köku.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Þrefalt súkkulaði bollakökur

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5