Linda Ben

Þrjár einfaldar týpur af hummus – pestó, hvítlauks og jalapenó hummus

Þrjár mjög einfaldar týpur af heimagerðum hummus – pestó hummus, hvítlauks hummus og jalapenó hummus, afskaplega ljúffengt!

Hægt er að kaupa annað hvort tilbúnar soðnar kjúklingabaunir í krukkum eða ósoðnar í pokum. Soðnu baunirnar í krukkunum eru fljótlegri en þessar ósoðnu í pokunum eru ódýrari.

Það er annars alveg mjög einfalt að sjóða baunir sjálfur og mæli ég heilshugar með því, en það krefst þess að maður gefi því svolítinn tíma. Best er að setja ósoðnar baunirnar í stóra skál þannig að baunirnar ná upp u.þ.b. helming skálarinnar, og fylla svo upp skálina með vatni. Setja plastfilmu yfir og geyma inn í ísskáp í að minnsta kosti yfir nótt. Síðan hellir maður því vatni af baununum og setur baunirnar í stóran pott og setur vatn þannig að það fljóti vel ríflega yfir baunirnar. Síðan sýður maður baunirnar í u.þ.b. 1 ½ klst við vægan hita. Baunirnar geymast soðnar inn í ísskáp í 3-5 daga.

Ég nota kjúklingabaunir í mjög margt þar sem þær eru mjög hollar, mest þó eflaust í hummus, pottrétti og súpur.

Ég elska að gera minn eigin hummus, það er svo einfalt og skemmtilegt, það er líka svo gott að vita nákvæmlega hvað er í því sem maður er að borða.

Hér sýni ég ykkur þrjár mismunandi týpur af hummus, hvílauks, jalapenó og pestó. Ég er nýbyrjuð að gera pestó týpuna og er ég rosalega hrifin af þeim hummus núna.

Mér hefur oft fundist erfitt að finna gott Tahini til að setja í hummusinn minn en núna hef ég fundið æðislegt Tahini. Það er að sjálfsögðu frá Muna en það er merki sem mér líkar virkilega vel við! Allar vörur frá Muna eru lífrænar og vandaðar, aðeins fyrsta flokks hráefni notuð í vörurnar þeirra.

heimagerður hvítlauks hummus, pestó hummus jalapenó hummus

heimagerður hvítlauks hummus, pestó hummus jalapenó hummus

heimagerður hvítlauks hummus, pestó hummus jalapenó hummus

heimagerður hvítlauks hummus, pestó hummus jalapenó hummus

Jalapenó hummus

 • 300 g soðnar kjúklingabaunir frá Muna (annað hvort í krukku eða þær sem þú sýður sjálf/ur)
 • 1 msk Tahini frá Muna
 • 3 msk ólífu olía frá Muna
 • 1 msk hunang
 • ½ tsk salt
 • Safi úr 1 sítrónu
 • 1 msk jalapenó í krukku
 • 1-2 msk safi af jalapenó (hægt að skipta út fyrir vatn ef þið viljið ekki of sterkt)
 • Vatn eftir þörf

Aðferð:

 1. Setjið öll innihaldsefni ofan í blandara og blandið saman, bætið við vatni eftir hversu mikið ykkur finnst þurfa, ef hummusinn er mjög þykkur er gott að setja meira vatn til að þynna hann.

heimagerður hvítlauks hummus, pestó hummus jalapenó hummus

Hvítlauks hummus

 • 300 g soðnar kjúklingabaunir frá Muna (annað hvort í krukku eða þær sem þú sýður sjálf/ur)
 • 1 msk Tahini frá Muna
 • 3 msk ólífu olía frá Muna
 • 1 msk hunang
 • ½ tsk salt
 • Safi úr 1 sítrónu
 • 2 hvítlauksgeirar
 • Vatn eftir þörf

Aðferð:

 1. Setjið öll innihaldsefni ofan í blandara og blandið saman, bætið við vatni eftir hversu mikið ykkur finnst þurfa, ef hummusinn er mjög þykkur er gott að setja meira vatn til að þynna hann.

heimagerður hvítlauks hummus, pestó hummus jalapenó hummus

Pestó hummus

 • 300 g soðnar kjúklingabaunir frá Muna (annað hvort í krukku eða þær sem þú sýður sjálf/ur)
 • 1 msk Tahini frá Muna
 • 3 msk ólífu olía frá Muna
 • 1 msk hunang
 • ½ tsk salt
 • Safi úr 1 sítrónu
 • 1 hvítlauksgeiri
 • 2 msk grænt pestó
 • Vatn eftir þörf

Aðferð:

 1. Setjið öll innihaldsefni ofan í blandara og blandið saman, bætið við vatni eftir hversu mikið ykkur finnst þurfa, ef hummusinn er mjög þykkur er gott að setja meira vatn til að þynna hann.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

heimagerður hvítlauks hummus, pestó hummus jalapenó hummus

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5