Linda Ben

Tiramisu chiabúðingur

Recipe by
15 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur | Servings: 1 grautur

Ef þú ert að leita þér að ljúffengum morgunmat sem bæði vekur þig og nærir þig þá er þetta morgunmaturinn fyrir þig. Það er upplagt að margfalda uppskriftina og gera nokkra grauta í einu að kvöldi til, eiga svo tilbúna grauta inn í ísskáp út vikuna.

Tiramisu chiabúðingur

Tiramisu chiabúðingur

Tiramisu chiabúðingur

Tiramisu chiabúðingur

Tiramisu chiabúðingur

Tiramisu chiabúðingur

Hafralag

  • 2 msk hafrar
  • 150 g grísk jógurt
  • 4 stk smátt saxaðar döðlur
  • 3 msk vatn

Chialag

  • 1 msk chia fræ
  • 1 dl vatn
  • 3 msk sterkt kaffi
  • 1 msk kakó
  • 2 tsk hunang
  • 1 msk möndlusmjör

Toppur

  • 50 g grískt jógúrt
  • 1/2 tsk kakó

Aðferð:

  1. Blandið saman höfrum, grísku jógúrti, smátt söxuðum döðlum og vatni í skál og blandið saman, látið standa á meðan chia lagið er útbúið.
  2. Setjið chia fræ, vatn, kaffi, kakó, hunang og möndlusmjör saman í blandara og blandið þar til allt hefur maukast saman.
  3. Í bolla setjið helminginn af hafrablöndunni og chiablönduna ofan á það. Setjið svo það sem eftir er af hafrablöndunni í bollann og svo það sem eftir er af chiablöndunni. Toppið með gríska jógúrtinu og sléttið úr, sigtið kakóið yfir.
  4. Hægt er að njóta strax en líka hægt að geyma í 3-4 daga inn í ísskáp í lokuu íláti.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5