Linda Ben

Tómat Mozzarella Salat

Recipe by
5 mín
| Servings: 2 manns

Á ferðum mínum um Suður Frakkland fyrr í sumar fékk ég mér ósjaldan svona tómat mozzarella salat. Þetta er svo ferskt og bragðgott salat sem er einfalt að útbúa.

Mörg ykkar hafa eflaust útbúið ykkur svona salat áður og er þetta nú ekki mikil uppskrift þannig séð. En mig langaði samt að deila með ykkur þessu salati og kannski rifja það upp með ykkur. Ég vona sko sannarlega að þið skellið í þetta á yndislegum sumardegi og njótið!

Tómat mosarella basil salat

Tómat mosarella basil salat:

 • 3 tómatar
 • 1/2 mozzarella ostarúlla
 • Basil
 • Ólífu olía
 • salt og pipar

Aðferð:

 1. Skerið niður tómatana í sneiðar u.þ.b. ½ cm þykkar
 2. Skerið mozzarella ostinn í u.þ.b. ½ cm þykkar sneiðar
 3. Raðið tómötnum og mosarella ostinum á víxl á disk.
 4. Hellið ólífu olíu yfir, u.þ.b. 2 msk.
 5. Skerið niður basil eftir smekk og dreifið yfir.
 6. Dreifið salti og pipar yfir.
 7. Skreytið með basil

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu hana á Instagram með #lindulostæti

Fylgistu með á Instagram!

Tómat mosarella basil salat

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5