Linda Ben

Tómata pizza með fetaostasósu

Recipe by
30 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur

Tómata pizza með fetaostasósu.

Hér höfum við alveg himneska tómata pizzu með fetaostasósu sem ég er alveg viss um að þú eigir eftir að elska. Ef þú elskar ferskar og léttar pizzur þá áttu eftir að fýla þessa í botn!

Pizzan er óhefðbundin að því leyti að hún er ekki með hefðbundna pizzasósu, heldur er fetaostur maukaður og smurður á botninn. Tómatar eru svo skornir niður og þeim raðað á botninn og pizzan bökuð. Síðan er hágæða extra virgin ólífu olíu dreift yfir ásamt fersku basil þegar hún er komin út úr ofninum. Alveg einstaklega ljúffengt!

Salatosturinn frá Örnu Mjólkurvörum er alveg upplagður í þessa uppskrift enda er hann svo vel kryddaður og mýktin á honum fullkomin til að útbúa sósu úr honum.

tómata pizza með fetaostasósu

tómata pizza með fetaostasósu

tómata pizza með fetaostasósu

tómata pizza með fetaostasósu

Tómata pizza með fetaostasósu

 • Pizzadeig
 • 230 g salatostur frá Örnu Mjókjurvörum
 • 3-4 stórir buff tómatar (magn mismunandi eftir hversu stórir tómatarnir eru)
 • Salt og pipar
 • 1 tsk oreganó
 • 2 msk extra virgin hágæða ólífu olía
 • Ferskt basil

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 230°C, undir og yfir hita.
 2. Fletjið út pizzadeigið og setjið á smjörpappír.
 3. Hellið olíunni frá salatostinum og setjið ostinn í blandara, maukið ostinn og smyrjið honum á pizzabotninn.
 4. Skerið tómatana í sneiðar og raðið þeim þétt á pizzuna, kryddið með salti, pipar og oreganó.
 5. Bakið pizzuna inn í ofni í u.þ.b. 15 mín en fylgist vel með því tíminn er svo mismunandi eftir þykkt botnsins og tómatana.
 6. Dreifið ólífu olíu yfir þegar pizzan kemur út úr ofninum og ferskri basil.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

tómata pizza með fetaostasósu

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5