Linda Ben

Tortellini með kjúkling og sveppum í hvítlauksosta rjómasósu

Recipe by
30 mín
| Servings: 4-6 manns

Hér er að finna pasta réttinn sem ég geri svo ótrúlega oft, Tortellini með kjúkling og sveppum í hvítlauksosta rjómasósu. Rétturinn er einstaklega bragðgóður og er að mínu mati þessi “ultimate comfort food” matur, hver biti er eins og knús fyrir sálina og ekki verra ef hann er borinn fram með ljúfu rauðvínsglasi.

Ég smelli í þennan rétt hvort sem hversdags eða við fínni tilefni, hann á einhvernveginn alltaf vel við.

Tortellini rjóma pasta með kjúkling

Tortellini rjóma pasta með kjúkling

Tortellini með kjúkling og sveppum í hvítlauksosta rjómasósu

  • 350 g Tortellini fyllt með osti
  • 3 kjúklingabringur
  • Ólífu olía
  • Salt og pipar
  • ½ laukur
  • 250 g sveppir
  • 50 g smjör
  • 3 hvítlauksgeirar
  • ½ l rjómi
  • Kryddostur með hvítlauk
  • Ferskt basil
  • Parmesan ostur

Aðferð:

  1. Sjóðið tortellini samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.
  2. Skerið kjúklingabringurnar smátt niður og steikið upp úr ólífu olíu og salt og pipar þar til eldað í gegn. Takið kjúklinginn af pönnunni en ekki þrífa pönnuna.
  3. Skerið laukinn smátt niður og bætið út á pönnuna og steikið. Skerið sveppina frekar gróft niður og bætið á pönnuna ásamt smjöri. Steikið þar til mjúkir í gegn. Skerið hvítlaukinn smátt niður eða pressið með hvítlaukspressu út á pönnuna, steikið létt og bætið svo rjómanum strax út á. Leyfið að malla í smá stund við vægan hita.
  4. Rífið kryddostinn niður og bætið út á pönnuna og látið hann bráðna saman við. Bætið kjúklingnum aftur út á pönnuna. Smakkið til með salti og pipar.
  5. Setjið pastað í fallegt ílát, hellið sósunni yfir og berið fram með fersku basil og parmesan.

Tortellini rjóma pasta með kjúkling

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5